Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 95
95
Tacitus, og íóru menn þangað til að leita frjetta
hjá henni1.
Samt sem áður mun jeg alls eigi neita því, að
til hafi verið völur, sem gerðu það að atvinnuveg
sínum, að flakka meðal manna2 og selja speki sína
dirum dómum. Enn jeg held, að slíkar völur hafl,
engu síður verið til á Islandi enn í Noregi. Svo er
sagt um Oddbjörgu spákonu í Glúmu (12. k.), að
hún hafi farið um hjerað og spáð mönnum, og er
engin ástæða til að efast um, að húnhafi verið völva,
þó að ekki sje húu beinlínis nefnd svo. Líkt kemur
Þorbjörg litilvölva hin grænlenska fram í Eiríks s.
rauða 4. k. F. J. heldur, að slíkar farand-völur
hafi flutst til Grænlands frá Noregi. Enn K. Maurer
hefur þegar tekið það fram, að ekki sje hin minsta
ástæða til að halda, að svo hafi verið, þar sem
Grænland hafi verið fundið af Islendingum og biggst
frá íslandi3. F. J. leggur mikla áherslu á það, að
forn islensk lög nefni ekki völur á nafn, þar sem.
þau tala um galdra, gjörninga og hindurvitni. Satt
er það. Enn eru þær þá nefndar í fornum norræn-
um lögum, þar sem minst er á slikt? Ekki getur-
1) Tac. Hist. IV, 65.
2) Sbr. Voluspá, útg. Bugge’s, 22. er.:
Heiði hana hétu,
hvars til húsa kom,
völu velspd (vélspd ?) o. s. frv.
Allri þekkingu má beita bæði til ills og góbs, og þá.,
auðvitað eins vísindum þeim, sem völurnar fóru með. Þaö
er aubsætt, að foríeður vorir hafa talib seið og galdra góða.
og leiíilega, ef vel var meb fariö, enn vonda og óleifilega,.
ef kunnáttan var höfð til ab koma einhverju illu til leiðar.
3) Zeitschrift des Vereins fúr Volkskunde 1893, 102;.
hls.