Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 96
96
F. J. þess, enda mun ekki svo vera. Þar hefði þó
verið ástæða til að taka þær til bæna, ef þær hefðu
gengið eins og logi ifir akur um allan Noreg, eins
og F. J. heldur.
Af þvi, sem nú hefur verið sagt, sjest, að flakk-
völurnar eða farandvölurnar hafa verið nokkurs
konar úrþvætti eða úrhrak af völum, líkt og Heiðr
gamla i Völuspá, nokkurs konar skottuvölur, ef svo
mætti að orði kveða Að dæma aðrar völur af þeim
væri sama sem að dæma lækna af skottulæknum.
Hin sanna hugmind forfeðra vorra um völurnar sjest
ljósast, þegar vjer lesum lisinguna á Þórdísi spákonu
í Vatnsdælu og Olafs s. Triggvasonar í Fms. Það
sem einkum einkennir hana, er viturleikur og fram-
sini og um leið góðmenska. Frásögnin f Olafs s.
Triggvasonar er upphaflega skráð af Gunnlaugi
munki í Þingeiraklaustri, eins og jeg hef sínt í rit-
gjörð minni um Ara fróða í Árboger 1893, og sínir
hún, hversu vel munnmælin í Húnavatnssislu um
aldamótin 1200 hafa borið Þórdísi söguna1, þó heiðin
væri. Hún ávítar Koðrán flrir það, að hann geri
mun sona sinna Þorvalds og Orms, og segir honum
að láta af hendi við Þorvald fje nokkuð, enn ekki
vill hún þiggja firir hans hönd það fje, sem Koðrán
hefur aflað með ofríki eða rangindum, heldur að eins
það, sem hann er vel að kominn. Síðan tekur hún
Þorvald heim með sjer að Spákonufelli og gerir vel
til hans. Þessi lfsing er því þíðingarmeiri, sem hún
er til vor komin frá klerki, sem annars ekki er
vanur að taka mjúkum höndum á heiðinni forneskju.
Hún kemur einnig vel heim við Völuspá. Eða
1) Nokkuð öðru vísi er Þórdísi líst í Kormaks sögu 9.
og 22. k.