Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 97
97
dettur nokkrum í hug, að höfundur kvæðis þessa,
sem er samið með svo mikilli virðingu firir hinum
fornu goðasögum, mundi liafa lagt kvæði sitt í munn
völu, ef hann hefði skoðað allar völur sem firirlit-
legar flökkukindir ? Nei, það er auðsætt, að hann
hefur skoðað hinar sönnu völur sem helgar spákon-
ur, fullar af goðiegri andagift, enda sjest það á
kvæðinu, að völvan talar eftir skipun Oðins og inn-
blæstri hans1.
Það er þá ljóst af því, sem nú hefur verið tekið
fram, að hin eldgamla frumgermanska hugmind um
völurnar hefur hvergi haldist eins vel við og á Is-
landi. Þar mundu menn á 12. og 13. öld eftir völ-
um, sem vóru líkar völum þeim, er Tacitus getur
um, þeim Veledu og Álfrúnu, þó að í smærra stíl
væri. Það er mjer alveg óskiljanlegt, hvernig F. J.
getur dregið út úr þessu þá áliktun, að »vantrú á
hin fornu goð, alla hindurvitni og ifirnáttúrlega hluti
hafi verið arfur íslendinga frá feðrum þeirra, vík-
ingunum«, og að þeir hafi haft »ótrú á hæfilegleika
mannsins til þess að komast i samband við dauðra
manna sálir, og það gagn sem af því kinni að leiða«2.
Mjer finst þetta einmitt bera vott um, að Islending-
ar hafi verið fult eins fastheldnir við trú feðra sinna
1) Völuspá 1. og 29. er. (Bugge). Sbr. Lit. hist. I. 126.
bls. Sbr. einnig Vegtamskv. 13. er. (Bugge). Þar segir
Óðinn við völuna:
Ertattu vplva
né vís kona,
heldr ert þú þriggja
þursa móðir.
Hjer er auösjeð, að völva er haft í virðulegri merkingu.
2) Þrjár ritgj. 13. bls.
7