Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 98
98
eins og Norðmenn, og að skynsemi eða skynsemis-
trú hafi eJcJri »setið hjá þeim á hástóli almættis og
einveldis« á 9. öldinni tramar enn í Noregi.
Af þessu leiðir enn freinur, að það, sem Völu-
spá segir um völur, gefur enga vísbending um, hvort
kvæðið sje heldur samið á Islandi eða í Norcgi,
því að allt bendir til, að enginn munur hafl verið á
norskum völum og íslenskum.
Enn F. J. þikist og hafa fundið í Völuspá sjálfri
miklu greinilegri og ákveðDari bending um það,
hvar hún sje samin og hvenær. Þessi bending seg-
ir hann sje í 2. aðalkafla kvæðisins, sem lísir nú-
tíðinni. Það er erindið:
Brœðr munu berjasJc
oJc at bönum verðasJc
o. s. frv.b Þetta erindi heldur hann sje ort, með-
an bræðravíg Eiríks blóðöxar vóru öllum i fersku
minni, og að skáldið hafi haft þau flrir augum, þeg-
ar hann kvað þetta. Hann tekur það fram, sem og
vafalaust er rjett, að þessi ódáðaverk Eiriks hljóti
að hafa vakið mikla siðferðislega gremju hjá sam-
tíðamönnum Eiríks í Noregi, enda kalli Egill Skalla-
grímsson Eirík í vísu einni brœðra soJcJcva, og af þessu
hafl Eiríkr fengið auknefni sitt blóðöx. Völuspá
sje því samin í Noregi laust eftir 934.
Vjer skulum nú first um sinn gera ráð firir
þvi, að það sje rjett, að höf. Völuspár hafi haft
Eirik blóðöx í higgju, þegar hann kvað þetta.
Enn er það nokkur sönnun firir því, að höf. hafl
heldur verið Norðmaður enn íslendingur? Als
ekki! Það er ljóst, að fregnin um hriðjuverk Eiríks
hlaut að berast út til Islands og vekja þar alveg
1) Vep. 45. er. (Bugge).