Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 99
99
sömu tilfinningar i brjóstum manna eins og í Noregi.
Eða vill nokkur ráða það af orðum Egils, þar sem
hann kallar Eirik brœðra sakkva, að Egill hafi verið
Norðmaður enn ekki íslendingur?
Enn þar að auki er engin ástæða til að halda,
að skáidið hafi ætlað sjer að sveigja þessum orðum
að Eiríki eða nokkrum bróðurmorðingja á sínum
tíma. Það hlítur að vera einhver misgáningur eða
fljótfærni hjá F. J., þar sem hann segir, að vísan:
»Brœðr munu berjask* o. s. frv. sje í 2. kafla Völu-
spár, er lisir nútíðinni. Á ifirliti því, sem hann gef-
ur ifir kvæðið á bls. 123.—128., sjest, að hann sjálf-
ur telur þessa vísu fremst í 3. kafla kvæðisins sem
er spádómur um ókomna tíð, og sama gjörir Mullen-
hoff, sem F. J. filgir í flestu því, erVöluspá snertir1.
Þetta er og eflaust rjett. Það sjest á orðunum munu
berjask, að þetta er spádómur um ókomna tíð, enn
ekki lísing á ifirstandandi eða umliðinni. Og um leið
er það ljóst á sambandinu, að skáldið hugsar sjer,
að þetta muni seint koma firir, ekki fir enn rjett á
undan ragna rökum2. Það er því einmitt ólíklegt,
að skáldið hafi hjer haft í higgju nokkurn samtíða
eða nilega umiiðinn viðburð ? Og ef nokkra áliktun
mætti draga út úr þessum stað, þá væri það sú, að
kvæðið væri annaðhvort ort áður enn Eiríkr drap
1) Lit. hist. I, 127. bls. Miillenhoff, Deutsche Alterthumsk.
V. 7. bls.
2) Sbr. næstu vísu á undan:
Fjölð veit hon fræða,
fram sé ek lengra,
um ragna rök
römm sigtíva.
Vsp. 44. er. ('Bugge).
7*