Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 101
101
niður í búð sinni og breitt feld ifir höfuð sjer og
legið allan daginn og nóttina og annan dag til jafn-
lengdar. Þú heldur nú ef til vill, lesandi góður, að
hann hafi verið að hugsa um úrskurð sinn. Enn það
er misskilningur, enda stendur það hvorki i Kristni
s. nje i öðruin ritum. Nei! Hann var að irkja, og þar
varð Völuspá til í búðinni undir feldinum!
Enn öllu gamni filgir nokkur alvara. Jeg mun
ekki taka mjer það nærri, þó að flest í þessari rök-
semd verði »vegið og ljett fundið«. Enn eitt er það
þó, sem jeg higg ekki sje unt að hrekja, og það er,
að eldgos hafi verið sú firirmind, sem vakti firir
skáldinu, þegarhann samdi 57. erindið. Og því er
líst með svo »ljósum og lifandi litum«, að líklegt er,
að sá, sem orti, hafi sjálfur verið sjónarvottur að
eldgosi. Þetta bendir því miklu fremur til íslands
enn Noregs, og það því fremur, sem fleira í kvæð-
inu virðist benda í sömu átt. I 35. er. segir, að
Loki liggi bundinn í »hvera lundi«. Orðið hverr er
hjer haft í sinni vanalegu íslensku þíðingu; skáldið
hugsar sjer hið eldlega goð Loka umkringdan vell-
andi brennisteinshverum. Hitt er miklu ólíklegra
og ósamboðnara eðli Loka, sem F. J. heldur, að hverr
þíði hjer klettaskoru eða helli1 2. Ef þetta er rjett,
þá er hvera lundr vottur um, að kvæðið sje heldur
ort á Islandi enn í Noregi, enda hafa bæði S. Bugge
og E. Jessen verið á þeirri skoðun*.
E. Jessen hefur sint, að lísing Völuspár á mistil-
teininum í 31. og 32. er. ber vott um, að höf. hefur
1) Lit. hist. I, 182. bls.
2) S. Bugge., Studier over de nordiske gude- og helte-
sagns oprindelse 415. bls. E. Jessen, tíber die Eddalieder 37.
bls.