Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 102
102
naumast sjeð hann með eigin augum. Hann kallar
þessa óálitlegu plöntu »meið« og »mjok fagra«. Míil-
lenhoii finst að vísu lísingin vqllum hœri sanna, að
skáldið hafi þekt þá náttúru mistilteinsins, að hann
vex á trjám, enn hefur ekki rætur sínar í jörðu.
Enn vollum hœri getur eins vel þítt »sá sem gnæfir
frá jörðu upp ifir jarðveginn í kring«, eins og trje
gera vanalega, og þá er sú lísing sönnun firir ókunn-
ugleika skáldsins á mistilteininum. Að þetta sje hin
rjetta skíring, virðist ljóst á samanburði við Veg-
tamskviðu, sem kallar mistilteininn »hávan hróðrhaðm«
í 9. er. Sbr. E. Jessen, Úber die Eddalieder 37. og
76. bls. Mullenhofí', deutsche Alterthumskunde V,
10. bls.
Langmesta áherslu legg jeg þó á þá röksemd,
sem jeg áður hef tekið fram, að tvö orð, laukr og
þollr, eru höfð í kvæðinu í þíðingu, sem er einkenni-
lega íslensk og aldrei virðist hafa getað átt heima í
Noregi. Þetta finst mjer vera hin sterkasta sönnun
firir því, að Völuspá sje islensk.
Áður en jeg skil við Völuspá, leifi jeg mjer að
bera fram öflug mótmæli móti þeirri meðferð, sem
þetta veglega gamla íslenska kvæði hefur orðið firir
af fmsum vísindamönnum á síðari tímum. Múllen-
hoff strikar út úr kvæðinu ekki minna en 16 erindi
til að koma þvi í samræmi við kenningar sínar, og
honum filgja að mestu þeir Hoffory og F. J. Að
vísu játa jeg, að líkur sjeu til, að dvergatalinu (11.
—16. er.) sje síðar bætt inn, og eins siðari helming
af 32. er. og firri helming af 33. er., sem er komið
inn úr Vegtamskv. Enn engin ástæða er til að strika
út meira. Hjer er ekki rúm til að fara nákvæm-
lega út í einstök atriði þessa máls. Hjer að framan
hef jeg þó sfnt, að ástæðulaust er að fella úr 19. og