Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 103
108
20. er. Á þessum stað skal jeg að eins taka fram
eitt dæmi til að sína, hve ljettvægar eru ástæðurn-
ar firir áfellisdómum þeim, sem þeir Miillenhoff kveða
upp um sum erindi í Völuspá. Þeir lialda, að 5. og
6. erindi sje síðar við bætt, af því að þar er sagt
frá, að sól, máni og stjörnur hafi ekki átt neinar
fastar brautir first eftir það, að Burs sinir skópu
Miðgarð, og þvi hafi goðin gengið á rökstóla, af-
markað rás stjarnanna og hagað skiftingu tímans
eftir þvi, enn í 4. er. rjett á undan komi sólin þeg-
ar fram með sínu vanalega eðli og hafi sitt reglu-
lega starfsvæði (sól skein sunnan | á salar steina; |
var grund gróin \ grœnurn lauki«). Þetta sje í mót-
sögn hvað við annað, og því sje 5. og 6. er. óhaf-
andi á þessum stað. Enn nú stendur hvergi í 4. er.,
að sólin hafi þegar í stað fengið staðbundna rás,
um leið og hún varð til, heldur að eins, að grasið
hafi farið að gróa, jafnskjótt og kendi sólarhitans,
sem og er eðlilegt, að hugsa sjer, að hið firsta lff á
jörðunni hafi kviknað af völdum hinna firstu sólar-
geisla. Enn goðin þurftu meira að gera. Þau þurftu
að gefa sólinni fasta braut, láta hana hætta að halda
sjer dauðahaldi (hendi inni hœgri) í sjóndeildar hring-
inn (himinjoður)1, kenna henni að bruna upp á há-
loftið til að hita, lísa og lifga; annars var lífinu hin
mesta hætta búin og firirsjáanlegt, að grösin, sem
sólin hafði látið gróa upp úr skauti jarðarinnar,
mundu visna. Þess vegna gengu regin á rökstóla
og sköpuðu sólinni og öðrum himintunglum brautir.
Alveg sama hugsunin kemur fram í Vafþrúðnismál-
um. Þar er first sagt frá sköpun jarðarinnar (Vaf-
1) Þetta virðist vera bin eðlilega skíring á er. 51—4,