Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 104
104
þrúðnism. 20.—21. er.), síðan frá uppruna sólar og
mána, og svo er við bætt:
himin hverfa
þau sJcolo hverjan dag
öldum at ártali.
Hin fasta, staðbundna rás himintunglanna og tima-
talið er hjer sett í samband við sköpunina alveg
eins og í Völuspá, og stiður hvort annað. Það er
ekki skáldinu að kenna, þó að einhver skilji ekki
hið ljósa og einfalda samband milli 4. erindis og 5.
og 6. í Völuspá. Það eru aðrir staðir í henni, sem
eru óljósari og torskildari enn þessi.
Ekki tekst F. J. betur, þegar hann fer að sína,
hver kvæði sjeu ort á Grænlandi. I Konungsbók
eru tvö kvæði talin grænlensk: Atlakviða og Atla-
mál. Af þessu mundu nú flestir vilja ráða, að þessi
kvæði og engin önnur væri grænlensk. Enn þetta
fulinægir ekki F. J. Hann heldur, að Atlakviða sje
ekki grænlensk heldur norsk, og að 4 eða 5 önnur
kvæði, sem ekki eru talin grænlensk í Konungsbók,
eigi kin sitt að rekja til Grænlands.
F. J. er ekki hinn firsti, sem hefur efast um,
að Atlakviða væri grænlensk. Sophus Bugge og
Svend Grundvig hafa einnig verið á þeirri skoðun.
Bugge þikir það »undarlegt, að 2 kvæði um sama
efni skuli vera kölluð græulensk«, og heldur, að
Atlakviða hafi verið ranglega skírð »hin græn-
lenska«, af þvi að Atlamál vóru kölluð »hin græn-
lensku«. Jeg get með engu móti verið þessu sam-
dóma. Sagnirnar um viðureign Atla og Gjúkunga
virðast hafa verið mjög vinsælar á Grænlandi, og
er þá ekkert óeðlilegt, þó að fleiri enn einn Græn-
lendingur tæki sjer þær firir irkisefni. Auk þess er
efnið ekki alveg hið sama — svo er t. d. ekkert