Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 105
105
getið um hallarbrunann i Atlamálum — og meðferð
efnisins mjög ólík, og er miklu greinilegar sögð
sagan í Atlamálum,1 sem virðist vera ingri enn Atla-
kviða. Atlamál vóru því als ekki óþörf, þó að
menn þektu kviðuna. F. J. reinir að tina til fleiri
rök, að kviðan sje ort í Noregi enn ekki á Græn-
landi. Enn þessar röksemdir eru alveg samskonar
og þær, sem jeg hef hrakið hjer að framan ög áttu
að sanna norskan uppruna enn ekki islenskan. Það
sannar ekkert, þó að talað sje um skógarbjörnu eða
vargshár eða »hvélvagna« (hjólvagna), og því síður
er nokkuð að marka lísingarorðið berharðr2 eða
framburðinn vreiði (= reiði) i 2. erindi. Þar sem
talað er um hallarbrunann í lok kvæðisins, er sagt,
að »/brw timbr« hafl fallið. Af þessu ræður F. J.
að kvæðið geti ekki verið ort á Grænlandi, því að
þar hafl »liklega« alls engin timburhús verið. Enn
hvernig getur hann fullirt það? Og þó svo hefði
verið, er það nokkur sönnun flrir því, að Græn-
lendingar hafl ekki getað hugsað sjer hús úr eintómu
timbri? Það er víst, að á íslandi vóru engin stein-
hús til í fornöld, ekki einusinni á biskupssetrunum
eða klaustrunum, og þó er bæði í fornu máli og
níju algengur talshátturinn »að setjast í helgan
stein«, sem sínir, að íslendingar vissu vel, að
klaustrin i öðrum löndum vóru vanalega úr steini.
Enn auk þess geta orðin »/orw timbr fellu« vel átt
við um torthús, eins og þau vóru gerð vanalega
1) Sbr. >Enn segir gleggra i Atlamálum enum grœn-
lenzkumt. Þetta stendur aftan við Atlakv. i Konungsb.
(Sæm. Edda Bugge 291. bls.).
2) o: harður sem bjamdír. Þessi samlíking gæti auk
þess verið dregin at' hvítabirni.