Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 107
107
segir F. J. að kviðan hljóti að vera norsk, af því
að framsetningin og blærinn á henni sje allur annar
•enn á Atlamálum og öðrum kvæðum, sem líklega
sjeu grænlensk. I þessu efni er nú best að halda
sjer eingöngu til Atlamála og sleppa hinum kvæð-
unum, meðan ekki er sannað, að þau sjeu ort á
Grænlandi. Jeg neita því als ekki, að Atlakviða
og Atlamál eru að imsu leiti ólík hvort öðru að
framsetningu og blæ. Enn munurinn er ekki meiri
enn við er að búast af tveimur ólíkum höfundum,
og það því heldur, ef þeir hafa ekki lifað á sama
tíma, eða annar í Austurbigð Grænlands enn hinn i
Vesturbigðinni.
Hins vegar kemur að minsta kosti eitt orð firir
i Altakviðu í óvanalegri þíðingu, sem bendir til, að
ikvæðið sje heldur ort á Grænlandi enn í Noregi.
Það er orðið hrís i merkingunni stór skógur (»hrís
þat it mœra, er meðr MyrJcvið Jcalla«). Það var eðli-
þá. sama sem: valbr., sem jeg het sent í pndugi til þín; at er
-ekki óþarft; þab táknar stefnuna frá sendanda (Gubrúnu) til
viðtakanda (Atla). Þegar svo er ritað, verða storkunarirði
•Goðrúnar miklu öfiugri, því að einmitt þetta virðist vanta i
hugsunina: Það er jeg, sem hef sent þjer hold sona þinna
að jeta. Hins vegar var það ekki tilætlun Goðrúnar, að aðr-
ir enn Atli skildu jeta hold sveinanna, og því á getgáta F. J.
ekki við. Það er auðsjeð, hvernig villan hefur orðið til i
handritinu. Afskrifari, sem ekki skildi sambandið, hjelt, að
at væri natnháttarmerki, og breitti því sendar í senda, sem
hann hjelt að stæði jafnhliða natnháttunum melta og eta og
væri háð sögninni kndttu. Síðan bætti hann við ok til að
tengja þennan siðasta lið við firri liðina. Ef tilgáta mín er
rjett, þá er þessi lísing alveg samkvæm háttum manna eigi
■að eins í Noregi heldur og á Islandi og Grænlandi, því að
það mun ekki hafa komið sjaldan firir, að húsfreijur sendu
mönaum sínum mat í öndugið.