Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 108
108
legt, að orðið fengi þessa þíðingu á Grænlandi, þar
sem ekki var til annar skógur enn kjarr, enn í
Noregi virðist það aldrei hafa verið haft um stóran
skóg hvorki i fornöld nje nú á dögum.1 A Islandi
hefur það lika altaf verið haft að eins um smá-
kjarr.
Það er því ekki hin minsta ástæða til að taka
Atlakviðu frá Grænlendingum. Þvert á móti bendir
alt á, að Konungsbók hafi rjett að mæla, þar sem
hún telur Atlakviðu grænlenska, og að ifirskrift.
kvæðisins, eins og hún er i handritinu, sje upphaf-
lega frá þeim manni, sem safnaði saman Eddu-
kvæðunum og færði þau i letur á 12. eða 13. öld.
Þessi maður hlítur að hafa vitað meira enn menn^
sem skrifa nú á dögum, um það, hvaðan hann hafði
kvæðin. Og vjer höfum engu meiri rjett til að efa
orð hans um þetta, enn vjer höfum til að efa orð
Jóns Árnasonar í Islenskum Þjóðsögum, þar sem
hann segir, úr hvaða hjeraði hann hafi haft sagnir
þær, er hann safnaði. Ef vjer efum, að Atlakviða
sje grænlensk, þá getum vjer alt eins efað það um
Atlamál. Þau eiga engu meiri rjett á sjer í þessu
efni enn kviðan.
Þau kvæði, sem F. J. telur grænlensk auk Atla-
mála, eru: Helgakv. Hund. I, Oddrúnargrátr, Goð-
rúnarhvöt, Sigurðarkv. hin skamma og Helreið
Brynhildar, enn þó er hann í nokkrum vafa um
það kvæði, sem síðast var nefnt. Hann heldur, að
Atlam. og Sigurðarkv. sk. sje ort um 1050, enn hin
kvæðin á árunum 1000—1025, eða á næsta manns-
1) Atlakv. 5. er. Sbr. hina norsku orðabók Ásens undir-
orðinu ris.