Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 109
109
ítldri eftir fund Grænlands. Að kvæðin sjeu græn-
lensk, ræður hann einkum af því, að framsetningin
sje lfk og í Atlam. Þau sjeu full af orðalengingum
og mærð um hin minstu atriði, löngum samtölum og
eintölum, þunglindislegum harmatölum og klúrum
brigslirðum. Harmatölurnar beri vott um, að höf-
undar kvæðanna hafi stunið undir hinni þungu birði
lífsins, og að þeim hafi þótt tilveran tómleg og ein-
manaleg, eða, með öðrum orðum, að lífskjör þeirra
hafi verið eins og lífskjör manna vóru um þetta leiti
á Grænlandi. Klúrleikiun í brigslirðunum bendi
líka til Grænlands, því að snotrar hugsanir og kurt-
eist orðbragð eigi ekki heima á þess konar stöðum.
Aftur á móti sje ráðvendni, siðsemi og alvara eðlileg
afleiðing af lífinu á Grænlandi, og þvi sje samfara
þröngsíni og smásmugleg skoðun á umheiminum og
hinum miklu fornaldarhetjum og afreksverkum
þeirra. Enn i kvæðunum komi firir mörg dæmi als
þessa, og sjeu þau í þvi frábrugðin hinum kvæð-
unum.
Þó að vjer nú setjum svo — sem engan veg-
inn er rjett — að alt þetta sje sjerstaklega ein-
kennilegt firir þau kvæði, sem fir vóru talin, þá er
þar með alls ekki sannað, að þau sjeu grænlensk.
Slíkar almennar ástæður hafa að minni higgju ekki
hið allra minsta sönnunargildi. Þunglindi er ekki
einkennilegt firir Grænland framar enn önnur lönd,
og að því er ísland snertir sjerstaklega, þá hefur
það alt af legið hjer í landi, eins og sjámá aflands-
hagsskírslunum. Þetta er þó ekki svo að skilja, að
allir Islendingar sjeu þunglindir, heldur að eigi all-
fáir einstaklingar þjáist af þessu meini, annaðhvort
að staðaldri, eða um stundarsakir, ef eitthvað mót-
drægt drifur á dagana. í bókmentum vorum þarf