Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 110
110
jeg ekki annað enn minna á upphafið á Sonatorrekf
Egils, ímislegt í háttalikli Lopts ríka, sumt í aud-
legum kveðskap síðari alda1 2, og í nútíðar kveðskap
á Kristján Jónsson. Þessi dæmi, þó ekki sjeu mörgr
sína, að slikt hefur verið til hjer á landi frá alda
öðli, og mætti til greina mímörg fleiri. Þá þarf
ekki lengi að leita að klúrum skömmum 1 íslensk-
um kveðskap. I fornum kveðskap er nóg að benda
á níð íslendinga um Harald Gormsson, níðvisur
Kormáks, Hallfreðar, Þórðar Kolbeinssonar, Bjarnar
Hítdælakappa og Sneglu-Halla og sjerstaklega á
sennuna í veislunni á Reikhólum, sem Þorgils saga
og Hafliða segir frá, því að hún er að efni og blæ
ekki ósvipuð sumum sennum í Eddukvæðunum*.
Það mætti æra óstöðugan að telja alt slíkt í kveð-
skap síðari alda. Jeg tek að eins til dæmis sumt í
kvæðum Stefáns Olafssouar og Jóns Þorlákssonar.
Ráðvendni, siðsemi og alvara lísa sjer svo oft í kveð-
skap íslendinga að fornu og níju, að það er hreinn
óþarfi að nefna t. d. Bersöglisvísur Sighvats, kvæði
Kolbeins Tumasonar, Sólarljóð, Liiju og í kveðskap
1) T. d. upphafið á >bænarsálmi Einars Sigurðssonar
(f 1626) »firir þá sem hugveikir eru«:
»Heyr þú mig, læknir lýða,
lifandi Jesú kær.
Eg klaga fyrir þér þann kvíða,
er kremur mitt hjartað nær,
svo að mér ótta slær.
Eg veikur vart má líða,
veitstu þá hugraun stríða.
Af henni mér hjálpað fær«.
Eða kvæði sjera Ólafs á Söndum (f 1627) um hrörnan ís-
lands. Jón Þorkelsson, Digtningen pá Island 458.—459. bls.
2) Sturl.1 I, 20. bls. »1, 17. bls.