Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 111
111
síðari alda Hallgrím Pjotursson. Þröngsini og smá-
smugleg skoðun á umheiminum er eins eðlileg á.
hinum afskekta hólma vorum eins og á Grænlandi,.
og kemur slíkt einna ljósast íram í þjóðsögum vor-
um, einkum æfintirunum, sem segja frá »kóngi og
drottningu i ríki sinu og karli og kerlingu í garðs-
horni«. Enn alt þetta kemur líka firir í þeimEddu-
kvæðum, sem F. J. ekki telur ort á Grænlandú;
Þunglindislegar harmatölur í Helgakv. Hund. II,
Goðrkv. I.—II. (sbr. einnig upphaf Hamðismála),.
klúr brigslirði í Skirnismálum, Hárbarðsljóðum, Loka-
sennu og Hyndluljóðum, alvara, ráðvendi og siðsemi
i Völuspá og Hávamálum. Samtöl og eintöl eru als.
ekki einkennileg firir þau 5 kvæði, sem F. J. telur
»grænlensk«, heldur eru þau algeng í öllum Eddu-
kvæðunum. Völuspá, Grimnismál og Goðrúnarkv.
II. ('hin forna) og víst líka Hávamál eru ekki ann-
að enn eitt langt eintal frá upphafi til enda. Vaf-
þrúðnismál, Skirnismál, Hárbarðsljóð, Lokasenna,.
Alvissmál, Hyndluljóð, Helgakv. Hjörv., Gripisspá,
Reginsmál, Fáfnismál, Sigrdrifumál, Grógaldr og
Fjölsvinnsmál eru eintóm samtöl og ekki annað. í
hinum kvæðunum hef jeg lauslega talið þau erindi,.
sem eitthvert samtal (eða eintal) kemur firir f, eftir
útg. Bugges, og sjest árangurinn af því á eftirfar-.
andi töflu. Jeg set tölu þeirra erinda, sem samtöl
(eða eintöl) eru i, í teljara, enn erindafjölda als.
kvæðisins í nefnara:
A. Þau Tcvœði, sem F. J. telur ort d Grœnlandi:-
Helgakv. Hund. I: 27/s6
Sigurðarkv. sk.: 53/7i
Helr. Brynhildar : u/n (tómt samtal)
Oddrúnargrátr: *9/* 4