Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 113
113
völlur rannsóknarinnar, þegar Atlakviða gengur frá,
heldur setur í staðinn hugboð sitt um, hvaða eigin-
legleika grænlensk kvæði hljóti að hafa eftir nátt-
úru landsins og lífskjörum íbúanna. Þunglindisleg-
ar harmatölur og klúr brigslirði eru als ekki til í
Atlamálum. Goðrún er heiftug og hefnigjörn enn
ekki þunglind. Hún viknar ekki, þegar hún heirir,
að bræður hennar sjeu ofurliði bornir, heldur tekur
sjer sverð í hönd til að verja þá, og þegar þeir eru
drepnir, þá grætur hún ekki, heldur hótar Atla
hefndum. Móðurástin getur ekki einu sinni þítt
hjarta hennar. Hún drepur sonu sína óklökkvandi.
Hefndin og heiftin er henni firir öllu. 0g í enda
kvæðisins segir höfundurinn:
Sœll er hverr slðan,
er slíkt getr fœða
jóð at afreki,
sem þats ól Gjúki.
Þetta er í fullu samræmi við lísinguna á Goðrúnu í
kvæðinu. Skáldið dáist að henni firir afrek, dugnað
og harðfengi, eða — rjettara sagt — harðíðgi. Ekki
virðist heldur bera mikið á ráðvendni eða siðsemi í
Atlam. Atli svíkur mága sína, Goðrún drepur sonu
sína og svíkur Atla. Málalengingar eru að vísu
nokkrar í Atlamálum, enn slíkt er ekki fremur ein-
kennilegt firir Grænland enn firir önnur lönd, og má
finna dæmi þess í bókmentum allra þjóða á öllum
tímum. I fornum íslenskum kvæðum ber einna mest
á málalengingum, þegar skáldin komast í að lísa
bardögum eða siglingum, og er það svo alment, að
jeg hirði ekki að nefna sjerstök dæmi. Hjerkemur
það best í ljós, hverjar afleiðingar það hefir haft, að
F. J. tekur ekkert tillit til Atlakviðu. Heíði hann
skoðað hana sem grænlenska, þá hefði honum ekki
8