Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 114
114
komið til hugar að teija orðalengingar sjerstaklega
einkennilegar íirir Grænland, því að hún er víðast
hvar gagnorð, og það stundum svo, að hún verður
óljós.
Auk þess er enn þá eitt, sem F. J. hefur ekki
athugað nógu rækilega. Hann heldur, að öll hin
grænlensku kvæði, sem hann svo kallar, sjeu ort
íirir 1025 nema Sigurðarkv. sk. og Atlamál, sem sjeu
ort um miðja 11. öld. Flest kvæðin eru eftir því
ort á firsta mansaldri eftir bigð Grænlands, enn 2
á öðrum, eða með öðrum orðum: kvæði þessi eru
Öll til orðin á landnámsöld Grænlands, ef hún er
talin 60 ár eins og Islands. Enn þetta er alt of
stuttur tími til þess, að nokkur sjerstök grænlensk
þjóðareinkunn hafi getað mindast. »Cælum, non
animum, mutant, qui trans mare currunt«. Land-
námsmennirnir grænlensku vóru algjörlega íslenskir
í anda, og sama má telja vist um börn þeirra og
barnabörn. Þjóðir skifta ekki um lindiseinkunn eins.
og menn hafa fataskifti. Það þurfti meira enn einn
eða tvo mannsaldra til, að ásigkomulag og lífskjör
hins níja lands hefðu nokkur sínileg áhrif á hugs~.
unarhátt og skap Grænlendinga, einkum þar sem,
landið að mörgu leiti ekki var ólíkt Islandi. Græn-
land var og ekki bigt á einum degi heldur en Róm.
Það má ætla, að innflutningar hafi haldist við fram
ifir 1000 að minsta kosti, og þá verður timinn enn
stittri.
Jeg ætla þá ekki að eiða fleiri orðum að þvl
að hrekja hinar almennu ástæður F. J. firir því, að
kvæðin sjeu grænlensk. Enn hann bendir líka á
einstök atriði í kvæðunum, sem eiga að sína hið.
sama. í Sigurðarkv. sk. stendur um Brynbildi;