Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 115
116
Opt gengr hon innan
ills of fylld,
ísa ok jgkla,
aptan hverjan.
Bugge hefur sint, að ísa og jokla er hjer eignarfall
fleirtölu, og að hugsunin er: »hjarta Brynhildar er
fult af ísköldum harmi og gremju á hverju kvöldi«,
og hefur Bugge bent á íms lík dæmi i fornum rit-
um1. F. J. finst þetta smekklaust, og heldur að ísa
og jgkla sje þolfall fleirtölu, og að hugsunin sje, að
að Brynhildr hafi gengið sjer »túr« á hverju kvöldi
upp á jökla og ísa til að svala sjer. Mjer firir mitt
leiti finst nú þessi þíðing ekki vera smekklegri enn
hin. Ætli það hafi verið siður kvenna á Grænlandi
að æða um jökla og firnindi, þegar þeim rann í skap?
Varla, nema þær væri viti sínu fjær. Enn Sigurðar-
kv. sk. lisir ekki Brynhildi sem vitfirringi. Það er
heldur ekki líklegt, að nokkur maður, þó að Græn-
lendingur væri, hafi verið svo einfaldur að hugsa
sjer höll Gjúkunga umkringda jöklum og ísum. Ann-
ars skal jeg ekki deila um það við F. J., hvor skír-
ingin sje smekklegri, því að »sínum augum litur
hver á silfrið«. Enn hitt er vist, að það er ekki
rjett að leiða þá áliktun af þessum stað, að Sigurð-
arkv. sk. sje ort á Grænlandi, þó að skíring Finns
Jónssonar væri rjett. Hann hugsar sjer, að hvergi
nema á Grænlandi sjeu jöklar nálægt bigðum, og
því geti þetta hvergi verið ort nema þar. Það er
auðsjeð, að hann hefur ekki farið um Skaptafells-
síslu eða um nirðri hluta Strandasíslu á íslandi. Þar
ganga jöklar víða alveg niður að bigðum. Einnig
1) Sbr. t. d. hjarta þiðni sorgir« í Goðrhv. 20. er.;
iökull þíðir bjer lama sem isstöngull, eins og í Hymiskv.
8*