Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 116
116
lísir þetta ókunnugleika á Grænlandi, því að þar er
viðast langt til jökla frá bigðum, og svo hefur það
einnig verið i fornöld, því að fæstar af þeim rúst-
um, sem fundist hata eftir Grænlendinga hina fornu,
eru nærri jöklum. G. F. Holm segir í rannsókn
sinni á rústum í Julianeháb’s hjeraði: »Norðmenn
settust vanalega að inni í fjörðunum i grösugum og
skóglendum hjeruðum, sem laxár runnu um. Bæjar-
húsin liggja oftast nálægt fjörðunum og eru viða
reistrá lágum hólum til að forðast vatnsflóð í stór-
rigningum«. Þessi staður sannar því með engu móti,
að Sigurðarkv. sk. sje ort fremur á Grænlandi enn
á íslandi, þó að skilningur Finns Jónssonar væri
rjettur.
Þá telur F. J. sínu máli til sönnunar, að i sum-
um þeiin kvæðum, sem hann higgur vera grænlensk,
lísi sjer mjög mikil vankunnátta í landafræði, sem
engum sje ætlandi nema Grænlendingum. Svo sje
t. d. Hljesei látin liggja rjett hjá meginlandinu (Jót-
landi?) i Oddrúnargráti (30. er.) og Limafjörður tal-
inn landamæri milli ríkja þeirra Gjúkunga og Atla
í Atlamálum (4. er.); Sigurðr Fáfnisbani sje talinn
»húnskr« í Atlamálum og í Sigurðarkv. sk. Enn
kunnátta manna i landafræði var alment mjög ófull-
komin á miðöldunum, og það eigi einungis á Græn-
landi. Æskulíðurinn á Islandi mun þvi miður hafa
fengið litla fræðslu í þessari fögru visindagrein á 11.
öldinni, og vjer höfum fulla ástæðu til að halda, að
allur þorri manna hafl litið þekt i landaskipan, þeg-
ar kom út flrir ísland og ef til vill Noreg. Og því
síður höfðu menn nokkra ljósa hugmind um heim-
kinni hinna fornu sögukappa, sem kinjaðir vóru að
sunnan. I Atlakv. — sem F. J. telur norska — eru
þeir Gunnarr og Högni nefndir Húnar, og fara um