Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 117
117
Húnmörk, áður enn þeir sjá land Atla, á leiðinni
til hans1 2. í Haraldskvæði, sem er norskt, er gullið
kallað málmr húnlenzJcr og í öðrum kvæðum Gnita,-
heiðar málmr, Vala málmr og Gota málmr, og er
auðsjeð, að öll þessi nöfn eru sprottin af sögunni um
Fáfnis arf eða Niflungaauð, eins og gullkenning-
in Rinar eldr eða Rínar málmr*. Þetta virðist benda
til þess, að menn hjer á Norðurlöndum hafl haft
óljósar hugmindir um Suðurþjóðir og blandað sam-
an bæði Völum, Húnum og Gotum (Þjóðverjum), og
að slíkt hafl jafnvel getað átt sjer stað á dögum
Harslds hárfagra3 4. Það er því engin furða, þó að
bæði Atlam. og Oddrúnargrátr virðist telja riki
Atla og Gjúkunga í Danmörku, og það er engin
ástæða til að telja þessi kvæði grænlensk firirþað.
Og eins getur Helgakv. Hund. I vel verið íslensk
firir því, þó að hún (i 16. er.) kalli Sigrúnu og val-
kirjurnar »dísir suðrœnar«í.
1) Atlakv. 12. og 13. er. F. J. hefur í útgáfu sinni »leið-
rjettn Húna í ok Högna, enn gætir þess ekki, að Högna kem-
ur firir tveim vísuorðum síðar í sama erindi, og er það eitt
nóg tii að sína, að getgáta F. J. getur ekki verið rjett,.
2) Sbr. Sn. E. I, 364. Atlam. 27. er. (Rín skal ráða | róg-
málmi skatna \ svinn áskunna \ arfi Niflunga; \ i veltanda
vatni | lýsask valbaugar).
3) Sbr. E. Jessen, Úber die Eddalieder 13. bls.
4) Það er annars skrítið, að F. J. telur Helgakv. Hund.
I grænlenska af þessari ástæðu, enn Helg. Hund. II norska,
þrátt firir það að Sigrún er þar líka kölluð »suðrœn< (í 45.
er.). Hvað kemur til, að hann lætur ekki eitt ganga ifir báð-
ar kviðurnar og gerir þær báðar grænlenskar? Lit. hist.*I.
260. bls.