Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 118
11«
Enn freraur hefur F. J. uppgötvað, að eitt orð
hafi haft annan framburð á Grænlandi enn annars
staðar á Norðurlöndum. Það er orðið Niflungr, sem
hann segir haíi verið framborið Hniflungr á Græn-
landi, enn als staðar annars staðar Niflungr. Hið
firra reinir hann að sanna með 2 stöðum úr Atla-
málum (47. og 88. er.), því að á báðum þessum
stöðum heimti stuðlasetningin hn í birjun orðsins.
Enn þetta er ekki rjett. í 47. erindi stendur:
Hvarf til Niflunga
sú var hinst kveðja.
Þar þarf ekki nema einn stuðul i firra vísuorðinu:
h í hvarf. Og í 88. er.:
Heipt óx (H)niflungi
hugði á stórrœði,
nægir stuðullinn h 1 heipt. Stuðlasetningin sannar
því ekki neitt, og öll sönnunin firir þessum »græn-
lenska« framburði stendur á þeim veika fæti, að
handrit, sem er skrifað á í s 1 a n d i á ofanverðri 12.
öld, ritar orðið með hn á síðari staðnum, enn með
eintómu n-i á firri staðnum og auk þess á einum
stað í sama kvæði (52. er.). Þetta virðist þó helst
benda til þess, að framburðurinn með hn hafi verið
til á Islandi, þar sem handritið er skrifað, eða
þá að minsta kosti, að þar hafi haldist endurminning
um, að þessi framburður hafi áður tíðkast á íslandi.
Hið síðara er líklegra, þvi að víðast er orðið skrifað
með n (ekki hn) í Konungsbók1, og eins þar sem
það kemur firir f Sn. E., enn ekki nema á þessum
stað í Atlamálum og í Helgakv. Hund. 1,48. er. með hn.
1) Brot af Sigkv. 16. er. Dráp Niflunga (iflrskrift). Atla-
kv. 11., 25. og 27. er. Atlam. 47. og 52. er., og Goðrúnarhv.
12. er., eða á 8 stöðum.