Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 119
119
Þetta virðist vera vottur um, að framburðurinn á
13. öldinni hafi verið Niflungr, enn menn hafi mun-
að eftir eldra framburði með hn. í Eddukvæðunum
er ekki til neinn staður, sem sanni, að framburður-
inn hafi verið Niflungr, þegar kvæðið var ort. Enn
aftur eru tveir staðir, sem sína ljósiega með stuðla-
setningunni, að skáldið hefur borið orðið fram með
hn, enn þeir eru í Helgakv. Hund. I, 48. er. og
Hoðriinarhvöt 12. er. Og þar sem nú þessir staðir
ekki eru í neinni mótsögn við hina staðina, þar sem
orðið kemur firir, og framburðurinn Rniflungr kemur
als staðar heim við kröfur rjettrar kveðandi eins i
grænlensku kvæðunum (Atlakv. og Atlam.) eins og
í öðrum, og stiðst þar að auki að nokkru leiti við
Konungsbók, þá sinist sannleikurinn vera sá, að
þessi framburður hafi verið tíðkanlegur á þeim tíma,
sem Eddukvæðin vóru ort, og það eigi einungis á
Grænlandi heldur og á Islandi og líklega líka i
Noregi og Vestureijum* 1. F. J. getur ekki skilið,
hvernig þetta h hafi komist inn í nafuið, þar sem
það birjar ekki á hn heldur á n í þísku. Til þessa
liggja tvö svör. First og fremst eru útlend eigin-
nöfn mjög oft vön að afbakast, þegar þau eru tekin
inn í eitt mál úr öðru. Og í öðru lagi leifi jeg mjer
að spirja: er það alveg óhugsandi, að nafnið hafi
upphaflega birjað á hn í þísku máli? Yjer vitum
þó, að h fellur alt af framan af á undan n eftir
lögum þiskrar tungu, og segir Otto Behaghel, að
1) Auk þeirra staða, sem áður var getið, á ef til vill að
rita :
Reiðr varð Hniflungr (í hdr. Gunnarr)
ok hnipnaði,
i Sigurðarkv. sk. 13. er., til þess að kveðandi haldist.