Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 120
120
þetta hafi orðið um 800 í fornháþísku, enn nokkru
síðar í fornlágþísku. í hinu fornsaxneska kvæði um
frelsarann, sem nefnist Heliand (frá firri hluta 9.
aldar), er h ekki enn fallið burt, enn hverfur nokkru
síðar1. Nú halda menn, að Niflungasagan hafi flutst
til Norðurlanda frá Söxum á 8. öld, enn Saxar
fengið söguna úr hinu forna heimkinni hennar,
Franken við Rin2. Hafi því orðið verið framborið
með hn í fornsaxnesku, þá hetur það komið til
Norðurlanda með þeim framburði í mindinni
Hniflungr, og sú mind haldist, þangað til Eddukvæðin
— að minsta kosti Goðrúnarhv. og Helgakv. Hund.
I. — vóru ort, enn siðan, á 12. eða 13. öld, þegar
Þjóðverjar höfðu mist á-ið úr orðinu, hafa Islendingar
tekið það eftir þeim. Með þessu móti verður alt
skiljanlegt og eðlilegt, enn samt þori jeg ekkert að
fullirða um þetta, enn fel málið til rannsóknar þeim,
sem eru betur að sjer enn jeg í forn-þísku. Það
getur haft nokkra þíðingu til ákveða, hve snemma
Niflungasagan kom á Norðurlönd. Enn hvernig sem
á málið er litið, þá er það vist, að orðmindin Hnifl-
ungr getur ekki með neinu móti sannað, að nokkurt
kvæði sje framar grænlenskt enn Islenskt eða
norskt.
Enn fremur heldur F. J., að orðmindin óvo f
Sig. sk. 33. er. sanni, að kviðan sje grænlensk, af
því að sama orðið — ritað 'ofo — komi firir 1 Atlam.
1. er.s. Enn þó að vjer nú setjum svo, að óvo i
1) Grundriss der germanischen philologie V, 5 § 84 (I,
585. bls.).
2) S. st. VII, § 22 (III, 28.—29. bls.) í ritgjörð B. Sym-
ons.
8) Lit. hist. I, 291. bls.