Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 122
Grænlendingum, first og fremst Atlakviða, sem á að
vera norsk — upphaf: Atli sendi | ár til Gunnars.
Þar næst Hymiskv., — upphaf: Ár váltivar \ veiðar
námu. Enn fremur Rigsþula — upphaf: Ar lcváðu
ganga \ grœnar brautir, Goðrúnarkv. I. — upphaf:
Ar vas þats Goðrún \ gerðisk at deyja og loks Ham-
ðismál — i upphafi kvæðisins (2. er.) stendur: Vara
þat nú | né i gœr*. Ef slíkt hefði nokkurt sönnunar-
gildi, þá ættu öll þessi kvæði að vera ort á Grænlandi,
og auk þess mí-mörg kvæði í síðari alda kveðskap,
sem birja á líkri hugsun, t. d. »Forðum tíð einn
brjótur brands«, »Áður á tiðum var tisTca hjá líðum«,
»Langt er, síðan DálJcur dó« o. fl., o. fl.
Jeg þikist nú hafa sint og sannað, að engin
ástæða sje til að telja fleiri kvæði grænlensk enn
þau, sem nefnd eru grænlensk i Konungsbók, Atla-
kviðu og Atlamál. Bæði eru þessi kvæði með mála-
hætti, og bendir það til, að þessi háttur hafi verið
mjög tíðkaður af grænlenskum skáldum. Enn nú
eru öll þau kvæði, sem F. J. vill eigna Grænlend-
ingum, önnur enn Atlamál, með fornirðislagi. Þetta
er^mjög sterk röksemd g e g n því, að þessi kvæði
sjeu ort á Grænlandi. Enn sterkasta röksemdin er
þó þögn Konungsbókar um grænlenskan uppruna
kvæðanna.
Jeg hef nú farið ifir og metið ástæður Finns
Jónssonar firir þvi, að Eddukvæðin sjeu held-
ur ort annaðhvort í Noregi eða á Grænlandi enn á
Islandi. Og vjer höfum sjeð, að ástæður þessar
1) Sbr. einnig Vöiuspá 3. er.: Ár vas alda, þars Ymer
bygði.