Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 124
124
því að forfeðrum vorum á síðari öldum þótti drótt-
kvæði skáldskapurinn tignarlegri og tilkomumeiri
enn hinir minni hættir (ljóðaháttur, fornirðislag og
málaháttur), hafa nöfn skáldanna vanalega ekki,
geimst, nema þeir hafi ort með dróttkvæðum hætti.
Um kvæði þau, sem eru með hinum minni háttum,.
hefur farið likt og um sögur vorar; nöfn höfund-
anna hafa gleimst. Nú dettur engum í hug að ef-
ast um, að sögurnar sjeu íslenskar, þó nafnlausar
sjeu. Sama er um kvæðin. Sá sem efar, að þau<
sjeu íslensk, verður að minsta kosti að koma með
sannanir firir sínu máli. Þó vitum vjer firir
vist nafn eins íslensks skálds, sem orti um Þór
með málahætti; það er Veturliði (Sumarliðason, sá
hinn sami, sem orti níðið um Þangbrand?). Eitt
lítið brot af kvæði hans um Þór með þessum hætti
hefur geimst i Sn. E. I, 258. bls. Darraðarljóð held-
ur F. J. sjálfur að sjeu ort á ísiandi, og er það
mjög svipað Eddukvæðunum bæði að efni og formi^
og með fornirðislagi. Þessi tvö dæmi sína, að Is-
lendingar um og eftir aldamótin 1000 hafa lika
kunnað að bregða flrir sig hinum minni háttum.
Þetta er heldur ekki undarlegt, þvi að dróttkvæði
kveðskapurinn er mjög náskildur Eddukvæðunum
bæði að efni og formi. Þetta hefur J. E. Sars tekið
vel fram og hefur F. J. fallist á skoðun hans og
Ólafi konungi, og stælt eftir uppreistarsögu (Sd. E. III, 343.
bls.). Tllugi Bryndælaskáld stældi og drápu, er hann kvab-
um Harald harðráða eftir sögu Sigurðar og Grjúkunga (Sn.
E. III, 596.—699. bls.). Alkunnar eru vísur Þjóðólfs, er hann
orti eftir boði Haralds konungs um sútarann og járnsmiðinn
og líkti riskingum þeirra imist við baráttu Sigurðar Fáfnis-
bana við Fáfni eða við viðureign Þórs og Geirröðar jötuns-
(Flat. III, 417. bls. Fms. VI, 361.—302. bls ).