Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 126
126
probat, nihil probat. Sá, sem ætlar sjer að sanna
aðrar eins öfgar og þetta, hann sannar ekki neitt.
Það er sagt, að sjö griskar borgir hafi barist
uni þann sóma að vera ættborg Hómers skálds.
Líkt er um Eddukvæðin. Frændþjóðir vorar á Norð-
urlöndum hafa fegnar viljað eigna sjer þau, ogsum-
ir hafa viljað skoða þau sem sameigiuiega eign allra
germanskra þjóða. Því verður heldur ekki neitað,
að efnið í þeim eru sögur, sem hafa gengið eigi að
eins um Norðurlönd, heldur eru og aumar hverjar
upphaflega kinjaðar sunnan frá Þiskalandi, og getur
vel verið, að norsk, sænsk, dönsk eða jafnvel þísk1
kvæði liggi á bak við sum af Eddukvæðunum og
sjeu grundvöllur þeirra. Enn þetta er nú alt hulið
í þoku, sem líklega aldrei verður af ljett. Eins og
kvæðin nú liggja firir, eru þau algjörlega fslensk
bæði að efni og búningi, anda og máli. Hvar sem
á þau er litið, bera þau innsigli og mark hinnar litlu
íslensku þjóðar. Þeim hefur verið safnað á Islandi
af íslenskum manni og eru til vor komin í islensk-
um handritum. Beati possidentes 1 Sælir eru þeir,
sem eignarhaldið hafa! Ef einhver vill taka þau
frá okkur, þá verður hann að koma með órækar
sannanir firir sínu máli. Enn engar siíkar sannanir
eru enn fram komnar2.
Að endingu get jeg ekki bundist þess að taka
það fram, að ritgjörð þessi er als ekki skrifuð til
að gera litið úr ritstörfum doktors Finns Jónssonar.
Jeg ber mikla virðingu firir iðni hans og dugnaði,
og er honum þakklátur firir mikið og mart, sem læra
1) Sbr. t. d. Yöluspá 3. er. og 'Wessobrunner-bænina.
2) Sbr. Benedikt Gröndal í Timar. XIII. árg. 104. bls.