Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 128
128
verulegu verið ákveðin árið 930 með Úlfljótslögum,
þannig að goðarnir skildu vera 36 og þingin 12,
enn einu þingi með 3 goðum hafi verið bætt við
árið 965. Enn öll skoðun Finsens á þessu máli
hefur við lítil söguleg likindi að stiðjast. Hann
heldur því fram, að mjög fá þing hafi verið til, áð-
ur enn alþingi var sett, líklega ekki önnur enn
Kjalarnesþing og Þórsnesþing, enn svo hafi alt í einu
verið lögtekin fuilkomin þingaskipun íirir alt iand
árið 930, sem lítið hafi þurft að hagga við siðar.
Það er mjög ólíklegt, að þingaskipunin hafi orðið til
svona í einum svip, líkt og Minerva stökk alvopnuð
út úr höfði Juppiters. Hitt er líklegra, að þinga-
skipunin hafi mindast smátt og smátt, og að bæði
lög Úlfljóts og nímæli Þórðar gellis hafi litlu breitt í
því ástandi, sem var, þegar þeir báru upp tillögur
sínar. Það virðist vera fjarstætt öllum sanni, að
menn hafi árið 965 stofnað eitt nítt þing og 3 ní
goðorð á Norðurlaudi, hafi þingin í þeim hluta
landsins áður verið 3 með 3 goðum í hverju þingi.
Hin níja fjórðungaskipun gerði einmitt ráð firir þvi,
að 3 skildu vera þing í hverjum fjórðungi og 3
goðar í hverju þingi. Hafi nú sá hluti landsins, sem
Norðlendingafjórðungur átti að ná ifir, haft einmitt
þessa þinga tölu og goðorða firir nímælin, og Norð-
lendingar þá gert sig ánægða með þessa þingaskip-
un, þá var engin ástæða til að bæta við einu þingi
með 3 goðum til að innleiða níja óreglu. Það
er ljóst á sambandinu í Islendingabók, að hjer
er ekki um það að ræða, að menn hafi vilj-
að stofna nitt þing í Norðlendingafjórðungi, heldur
hitt, að landsmenn í hinum fjórðungunum hafa reint
að fá Norðlendinga til að leggja niður eitt af þeim
fjórum þingum, sem þar hafa verið komin á stofn