Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 129
129
firir nimælin, enn Norðlendingar ekki viljað sætta
sig við það, af því að »þeir, sem vóru firir norðan
Eijafjörð, vildu ekki sækja þing þangað, og ekki í
Skagafjörð þeir, sem þar vóru firir vestan*, með
öðrum orðum, af því að þingin urðu of víðáttumikil,
ef þau vóru ekki fieiri en þrjú. Hvernig Finsen
getur sagt, að menn hafi ekki getað fundið til þess,
að þingin væru of stór eða hjeraðsþingin of fá, fir
enn eftir það, að fjórðungaskipunin og hinar níju
varnarþingsreglur, sem vóru í nímælum Þórðar gell-
is, urðu að lögum, það er mjer alveg óskiljanlegt.
Þörfin á því að hafa hjeraðsþing sem næst sjer var
auðvitað alveg hin sama firir nímæli Þórðar gellis
eins og eftir þau. Af hverju mindast svona mörg
þing viðsvegar um alt land, nema af því, að lands-
mönnum var óhentugt að þurfa að sækja til fjar-
lægra þinga? í Melabók, Hauksbók, Þórðar sögu
hreðu og þætti Þorsteins uxafóts er sagt frá nímæl-
um Þórðar gellis, og segir þar, að þegar landinu
hafi verið skipt í fjórðunga, þá »skildu vera þrjú
þing í hverjum fjórðungi, enn þrjú höfuðhof í hverju
þingi«. Þessi orð eru að eins ónákvæm frásögn um
þingaskipunina, sem Þórðr gellir leiddi í lög, eins
og sjest á íslendingabók, því að hjer er ekki minst
á þá undantekniugu, sem gerð var, að þvi er snerti
Norðlendingafjórðung, og verður engin áliktun leidd
af þeim um þingaskipunina firir nímælin. Af þvi
sem Finsen tekur fram því til sönnunar, að tólf
þing hafi verið firir nimæli Þórðar á landinu og B
goðar í hverju þingi, er langmerkastur staðurinn í
Þingskapaþætti Konungsbókar, þar sem talað er um
dómnefnuna i fjórðungsdóma (Konungsb. útg. Fins-
ens I, 38. bls.). Þar segir svo: slcal goði hverr nefna
mann i dóm, er fornt goðorð hefr oTc fult, enn þau
9