Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 130
130
eru full goðorð o7c forn, er þing vóro 3 í fjórðungi
hverjom, enn goðar 3 í þingi hverjo. Þd vóru þing
óslitin«. Enn first og fremst ber þess að gæta, að
hjer er þingunum skift á milli íjórðunganna, eða
með öðrum orðum gert ráð firir fjórðungaskipuninni
sem lögleiddri; enn Ari og þau rit, sera nílega var
vitnað í, taka af öll tvímæli, að það var gert með
nímælum Þórðar gellis. Af þessu leiðir, að þessi lís-
ing Grágásar á þingaskipuninni getur ekki átt við tím-
ann firir 965, þegarengir fjórðungar vóru til. Og i öðru
lagi verður að bera þennan stað saman við tilsvarandi
stað í Lögrjettuþætti, Konungsb. 1,211. bls. Þar segir:
Þeir menn 12 eigo logréttoseto ór Norðlendingafjórðungt er
fara með goðorð þau 12, er þar vóru þá hqfð, er þeir
átto þing fjögor, enn goðar þrír í hverjo þingi. Enn
í ollom fjórðungom oðrom, þá eigo menn þeir 9 log-
réttoseto ór fjórðunge hverjom, er fara með goðorð
full oh forn, þau er þá vóro þrjú í várþingi hverjo,
er þing vóro þrjú í fjórðungi hverjom þeirra þriggja,
enda sTcolo þeir allir hafa með sér mann einn ór
þingi hverjo eno forna, svá at þó eignislc 12 menn
Iqgréttoseto ór fjórðungi hverjom. En forn goðorð
No r ðlen ding a oll ero fj órðungi sTcerð at al-
þingisnefno við full goðorð onnor oll á landi
hér«. Sú þingaskipun, sem hjer er líst, er að minni
higgju alveg sú sama og líst er í Þingskapaþætti,
að eins er lísingin hjer nákvæmari og greinilegri.
Og síðasta setningin, sem jeg hef auðkent með
breittu letri, sínir ljóslega, hvernig á að skilja stað-
inn í Þíngskapaþætti. Hún segir, að norðlensku goð-
orðin sjeu fjórðungi skerð við önnur full goðorð, eða
með öðrum orðum að þau teljist ekki nema sem s/4
úr goðorði, að því er snertir alþingisnefnuna. í
þingskapaþætti er lika verið að tala um dómnefnu,