Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 131
131
og er þá alveg rjett til orða tekið, að goðorðin eru
talin 9 í staðinn flrir 12 í Norðlendingafjórðungi,
þar sem hvert af norðlensku goðorðunum að eins
jafngildir 3/4. Norðlensku goðorðin eru hjer í Lög-
rjettuþætti beinlínis nefnd »/orw« eins og hin goð-
orðin, og óbeinlínis er lika sagt, að þau sjeu »/mZZ«
»(full goðorð qnnor qU«), enda má sjá það á öðr-
um stöðum í Grágás, að þau vóru talin bæði full og
forn eins og hin. I Þingskapaþætti, þar sem talað
er um dómnefnuna í fimtardóminn, er sagt, að nefna
skuli mann í dóm firir goðorð hvert hið forna, 9
menn úr fjórðungi hverjum, enn eina tilft skuli hin-
ir níju goðar^nefna (Konungsb. útg. Finsens I. 77.
bls.). Hjer eru norðlensku goðorðin talin með forn-
um goðorðum, og hjer sjest, að þegar talað er um
forn goðorð, þá hafa menn í huganum mótsetning
þeirra, níju goðorðin, sem fengu hlutdeild í dóm-
nefnunni árið 1004. Sá sem kvaddi tilftarkviðar,
átti að spirja goðann »ef þú (o: goðinn) hefir goðorð
fullt, at þú nefnir dóma fulla með ok berr tylftar-
Tcviðu« (Konungsb. I. 51. bls.). Nú er það víst að
norðlensku goðarnir áttu eins að bera tilftarkviðu,
þegar þess var krafist, eins og goðarnir í hinum
fjórðungunum, og má því af þessu ráða, að þeirra
goðorð hafi verið talin jafnfull sem hinna. »Fult
goðorð« þíðir auðsjáanlega ekki annan enn goðorð,
sem hefur fullan rjett til dómnefnu á skapþingum
(alþingi og vorþingum) og lögrjettuskipunar á al-
þingi, og mótsetningin er hjer sem fir hin níju goð-
orð, sem engan slíkan rjett höfðu að því fráskildu,
að þau áttu að nefna eina tilft í fimtardóminum.
Að þessi skilningur sje rjettur, sjest enn betur á
einuro stað í Staðarhólsbók. Þar segir, að sá mað-
ur, sem vilji krefjast skógarmannsgjalda skuli »lýsa
9*