Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 136
136
hinni heilögu Agnesi, því að á hana var mjög heitið
til ásta- Annars vegar urðu hinir fornu guðir að
illum öndum og illvættum. Guðir, gyðjur og helgar
vættir flýðu bygðir mannanna þá er kristnin kom,
og tóku sjer bústað upp til fjalla eða á öðrum af-
viknum stöðum, en koma til mannabygða á ein-
stöku hátíðisdögum, og þá er mikið er um dýrðir. f
sögnum um tröll og álfa má opt finna baráttuna
millum hinnar fornu trúar og kristninnar. Þess er
opt getið, að tröll hafl flutt búferlum frá einhverj-
um stað, þá er þar var reist kirkja, því að þau
vildu eigi búa í nánd við kirkjuna. Margar sagnir
eru um það, að tröll hafi ætlað að brjóta kirkjur
með því að kasta í þær stórbjörgum; en þær til-
raunir mistókust ávalt. Ein slík sögn er um tröllin
í Tröllakirkju, er þau ætluðu að brjóta kirkjuna á
Stað í Hrútafirði* 1. Þessar vættir eru hinir fornu
guðir, er orðið hafa að rýma tignarsæti sitt, þá er
kristnin kom. Mikill fjöldi samkynja sagna er til í
ýmsum myndum.
Guðir og gyðjur, goðbornar vættir og »goð-
kungir« menn eru enn á ferðinni í ýmsum myndum;
það sýna sagnirnar um jólasveinana og jólaköttinn
hjá oss, og norsku sagnirnar um »AasJcereid« eða
ið sem Björt, sem nefnd er í Fjölsvinnsmálum sem ein af
þjónustukonum eða stallsystrum Freyju (Fjölsvm. 38).
1) ísl. þjóðsögur og sevintýri I, 217, Margar samkynja
sagnir ganga i Noregi, sbr. t. d. J. E. Nielsen: Sögnir fra
Hallingdal, bls. 23—24. Annars eru slíkar sagnir tíðar um
öll Norðurlönd, þýzkaland og víðar (sbr. Thiele: Danm.
Folkesagn II. 41—44).