Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 137
137
»Asgaardsreien« eða »Juleslcreien«.l, dönsku sagnirnar
ura »Den vilde Jagt«, og þýzku sagnirnar um »Die
wilde Jagd«, »Wuotesheer« eða »Wuotansheer«,
»Ruhprecht« eða »Hruodperacht«, og »Der Schimmel-
reiter«2. Fyrirburður sá, er getið er um í Njálu á
undan Njálsbrennu, minnir að mörgu leyti á þýzku
sagnirnar um »Der Schimmelreiter*. Hildiglúmur
sjer mann riða á gráum hesti3 í loptinu í eldlegum
hring; hann hafði loganda eldibrand i hendi, og
skaut honum austur til fjallanna fyrir sig. Hann
kvað visu þessa við raust:
Ek rið hesti
hélugbarða,
úrigtoppa,
illsvaldanda o. s. frv.
Það eru miklar likur til að þetta sje Oðinn, er
»riður lopt og lög«, og boðar vig og manndráp.
Frásögnin um Óðin i sögu þeirra Hákonar, Guttorms
og Inga er að því leyti lík þessari sögn, að Oðinn
fer þar loptförum. í annan stað birtist hann þar
fyrir vígum, því að »fjórum nóttum börðust þeir
síðarr í Lenrum, Sörkvir konungr ok Eiríkr kon-
ungr«.4.
Svo sem hinir fornu guðir hafa haldizt við í
ýmsum myndum, svo hafa og hinir fornu helgisiðir
1) Juleskreien er sama sem jólaskreið ==• flokkur sem er
á ferð um jólin, jólaflokkur, smb. Vargaskreið (Breta sögur
10. k&p.). '■
2) Smb. «f»jóðtrú og Þjóðsagnir« í 12. árg. Timar. h. isl.
Bókm.fj.
3) Sohimmelreiter er sá er riður gráum hesti, og er það
Óðinn i dularbúningi.
4) Fornm. sögur IX, B5.