Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 141
141
verður hann að hinum heilaga Nikulási eða hinum
heilaga Marteini. Á Þýzkalandi var það trú manna,
að þessir dýrðlingar væru á ferðinni sem ósýnilegir
gestir í byrjun jólaföstunnar; var þá ýmislegt gert
þeim til dýrðar til þess að þeir skyldu veita góða
uppskeru næsta ár. Á Þýzkalandi bar meir á trúnni
á Óðin sem uppskeru-guð en á Norðurlöndum, og
því er eðlilegt, að minni leifar sje af þeirri trú á
Norðurlöndum en á Þýzkalandi. Ymsir siðir bafa
haldizt til skamms tíma á Þýzkalandi, sem bersýni-
lega eru leifar af blótum eða fórnum til Óðins. I
Schaumburg hefur lengi haldizt sá siður síðasta
uppskerudaginn, að menn hella mjólk, brennivíni
eða öll í akurinn, og kalla hástöfum: Wold, Wold,
Wold! (o: Wuotan). Menn trúðu því, að uppskeran
yrði betri árið eptir ef þessarar reglu væri gætt.
Þá var og stundum sungið kvæði, og er þetta upp-
haf að:
Wold, Wold, Wold!
hávenhúne weit wat schút,
júmm hei dal van háven sút;
vulle kruken un sangen hát hei,
upen holte wásst manigerlei:
hei is nig barn un wert nig old.
Wold, Wold, Wold!
Til var og sá siður, að kynda vita í lok upp-
skerunnar; sveifluðu menn þá höttum sínum yfir
höfuð sjer við bálið, og kölluðu hástöfum: Wauden,
Wauden!1
Mjög var títt að ákalla Andrjes postula til árs
og góðrar uppskeru, en margt sýnist benda til, að
1) Grimm: Deutsche Mythologie bls. 142—3.