Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Qupperneq 144
144
sína frá Óðni, og þvi hlýtur svo að vera, að þær
hafi verið taldar að stunda góðar og guðlegar íþróttir,
en það eru áhrif kristindómsins, sem gera það, að
völur«, (smb. »Þrjár ritgerðir, sendar og tileinkaðar Páli Mel-
steð«), en eg fæ eigi sjeð, að rjett sje að gera slíkan mun.
Mjer sýnist alt benda til að völva og seiðkona sje eitt og
hið sama, eða þá að seiðkonan sje yngri mynd völunnar, svo
sem hún birtist í sögnunum. Þótt Heiðr sje kölluð *völva
ok seiðkona< í Örvaroddssögu, þá sannar það eigi að völva
sje annað en seiðkona, því að það er algengt í fornum ritum
og nýjum, að hafa þannig tvö orð, er tákna eitt og hið sama,
smb. t. d. «Hann læypr um skoga oo um merkr«. (Strengl.
SO. hls.). Vjer sjáum þess mörg merki, að völurnar hafa
samkynja starf og ætlunarverk, sem valkyrjurnar. Svo sem
valkyrjurnar kusu feigð á menn, og sköpuðu þeim aldur, svo
sköpuðu og völurnar mönnum aldur og rjeðu forlögum þeirra,
(t. d. völvan í Örvaroddssögu og í Norna-Gestsþætti). Val-
kyrjurnar »riðu lopt og lög«: það gerðu völurnar einnig, er
þær fóru hamförum. Hugmyndin um völur er auðsjáanlega
beinlínis sprottin af hugmyndinni um valkyrjur; má og vera
að nafnið völva sje myndað af >valr«, svo sem valkyrja, en
Fritzner ætlar þó, að völva sje myndað af >völr< (Lappernes
Hedenskab og Trolddomskonst, í »Norsk hist. Tidskr.« IV, 135).
Þess er opt getið um valkyrjur og völur, að þær frömdu
seið, og það sýnist vera talið svo sem sjálfsagt, að þær
kunni það. Freyja var seiðkona og »kendi fyrst með Asum
seið« (Heimskr. 6. bls.). Um Heiði völu er svo sagt í Völu-
spá:
»Seið hon kunni,
seið hon leikin«,
Þorbjörg lítil-völva framdi seið (Þorf.s. karlsefnis 4. kap.).
Völvan, er spáði örvaroddi um forlög hans, framdi seið,
(Örvar-Odds.s. 2. kap.). I Þiðrikssögu er svo sagt um Osta-
ciu: »Ostacia ferr út og rærði sinn gand; þat köllum vér,
at hún færi at seiða, svá sem gört var í forneskju, at fjöl-
kungar konur, þær er vér köllum völur, skyldu seiða honum
■ seið« (Þiðr. 304).
Eptir því sem Fritzner segir í ritgerð sinní »Om Lap-