Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 147
147
seiðmanna; ok var það verk lofat mjök.*1 Þessi
sögn er í fullri samkvæmni við aðrar sagnir um
Harald konuug. Hann var fráhverfur heiðinni trú
og heiðnum siðum, eptir því sem sagnirnar segja.
»Því heit ek«, sagði hann, at engum guði skal ek
blót færa, þeim er nú göfga menn, neraa þeim ein-
um er sólina gerði ok heiminum hagaði ok hann
gerði«. Þótt þetta sje ritað af kristnum mönnum
löngu eptir dauða Haraldar konungs, þá mundu
slíkar sagnir eigi hafa myndazt um hann, ef hann
hefði eigi verið fráhverfur hinni fornu trú. Sagn-
irnar um það, að hann ofsækir seiðmenn, benda
einnig til hins sama.*
Seiður og galdur og aðrar töfra-athafnir hafa
án efa verið helgiathafnir, framdar til þess að kom-
ast í samband við guðina og fá vald yfir guðlegum
undrakröptum, eða fá vitneskju um leyndardóma, er
öðrum vóru huldir. Samkynja helgisiðir tíðkuðust
hjá öllum þjóðum Norðurálfunnar í heiðni. Prestar
Rómverja og Grikkja voru fjölkyngismenn og töfra-
menn; þeir höfðu »útisetur ok spáfarar«, (t. d. á-
gúrarnir), og leituðu frjetta við guðina, og kunnu
að þýða hin dularfullu tákn, er vilji guðanna birtist
í. Þeir fóru með ýmsa töfradóma til þess að fá
guðlega undrakrapta i sína þjónustu og vitneskju
um hulda dóma, Það þarf eigi annað en minna á
fuglspárnar og innyflaspárnar. »Libri haruspicini*
vóru fjölkyngisbækur svo sem Rauðskinna og Grá-
skinna. Sibyllubækurnar voru einnig fjölkyngis-
1) Heimskr., saga Har. hárfagra 36. kap.
'J) Bmb. Fagrskinnu, Cbria 1847, bls. 11., og Heimskr.
sögu Har. hárfagra, 4. kap.
10*