Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 148
148
bækur. Það var alt annað að »consulere libros
Sibyllinos« en að lesa einhverja bók, er veitirnátt-
úrlegan fróðleik.1 Svo sem vænta má, var töfra-
trúin þó enn ríkari hjá þeim þjóðum, er ómentaðri
vóru, svo sem Keltum og Slövum. Hjá Löppum
naut töframaðurinn (noaidinn) mjög mikillar virðing-
ar. Lappar trúðu mjög á töfra, og nálega allar
helgiathafnir þeirra lutu að töfrum, eða voru sam-
kynja þvi, er forfeður vorir kölluðu tröllskap og
fordœðuskap.2 3 * * * * Margt ber þess ljósan vott, að töfra-
trúin hafi eigi verið minni með germönsku þjóðun-
um, en öðrum þjóðum, og því er eigi undarlegt,
þótt Oðinn kendi fyrstur seið og galdur, og þær í-
þróttir sje frá honum komnar. Völur og seiðkon-
ur hafa verið einskonar kvenprestar, er leituðu
frjetta við guðina, og kunnu lag á að ná guðlegum
kröptum í sína þjónustu, til þess að hafa áhrif á
örlög manna, og fremja ýms undraverk, og fá vit-
neskju um hulda hluti.8 Þessar helgiathafnir hafa
1) Sibyllubækur og sibylluspádómar voru til lengi fram
eptir öldum. Á miðöldunum höfðu menn mjög mikla trú á
þeim spádómum, og mátu þá eigi öilu minna en spádóma
heilagrar ritningar; það þarf eigi annað en minna á hið
fræga kvæði um hinn síðasta dóm eptir Thomas de Celano:
»Dies iræ, dies illa
solvet seclum in favilla
teste David cum Sibyllac.
2) J. A. Friis: Lappisk Mythologi, Eventyr og Folke-
sagn Chria 1871.
3) Eptir því sem Tacitus segir, hafa spákonur verið
haiðar í miklum metum með Germönum. Hann segir að
Germanir trúi því, að í eðli kvennanna sje »sanctum ali-
quid et providumc, og þeir meti mikils ráð þeirra og svör.
(Smb. Taciti Histor. Lib. IV. 61, og De origine situ moribus
ac populis Germaniæ, 8.).