Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 149
149
smám saman mist helgi sína, þá er kristnar hug-
myndir fóru að hafa áhrif á hina fornu trú. Þess
vegna er það skiljanlegt, að á hinum síðustu timum
heiðninnar, þá er forna trúin var orðin mjög veik
og komin á fallanda fót, hafi þessar helgiathafnir
verið komnar i svo mikla niðurlægingu, að eigi hafi
þótt »skammlaust við at fara«.
Ýms nöfn og orðtæki, er snerta töfrabrögð og
galdra, bera þess vott, að þessi fræði hefur ein-
hvern tíma eigi verið svo lítils virt og illa ræmd, sem
á siðari tímum. Slik nöfn eru t. d., Icyngi, fjölkyngi,
kunnátta, spdmenn, spákonur ok vísindamenn o. fi.
í Stjórn eru töframenn á einum stað kallaðir vís-
dómsmeistarar: Sál konungur »hefir látit drepa oc
ma af iörðunni alla vísdomsmeistara oc utisetomennx.1 2
Eptir að kristnin fer gersamlrga að ryðja sjer
til rúms, verður Óðinn fyrst að illvætti, er leitar við
að hnekkja kristninni, og ásækir þá er vinna að
eflingu trúarinnar.* Þá birtist hann i ýmsum mynd-
um i þjóðtrúnni, sem tröll og álfar og illar vættir,
er flýja kirkjur og kristnihald, og reyna að vinna
kristnum mönnum mein. Stundnm birtist Óðinn
beinlínis í mannslíki, optast sem gamall maður, og
1) Stjórn 492. bls.
2) Óbinn hataöist við guö kristinna manna, og þoldi
eigi aö heyra nafn hans nefnt; í því sást Skíða yfir er hann
var með Óöni, eptir því sem segir í Skíðarímu:
Halurinn þakkar herra vín:
»Hafi þér guðs laun Óðinn«.
En hann greip fyrir eyru sín
sem að honum fœri vóðinn.
Hann skaltu ekki í húsnm mín
hirða þrátt að nefna. o. s. frv.
Corp. poet. II, 403.