Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 150
160
reynir að fleka eða ginna menn, einkum þá er starta
að eflingu kristinnar trúar. í þeim sögnum er
þegar farið að setja hann á bekk með djöflinum. I
sögu Olafs Trvggvasonar er sú sögn um Oðin, að
hann kom sem óþektur gestur til konungs: »Kom
þar maður gamall, mjök orðspakr, einsýnn ok augn-
dapr, og hafði hatt síðan (smb. nafnið »Siðhöttr«).
Þessi gestur kom sjer í tal við konung, og ætlaði að
yinna honum og mönnum hans mein með því að
láta þá eta slátur, er hann hafði fært steikurum
konungs. Konungur komst að þessu í tíma, og þótt-
ist sjá hvernig á öllu stæði: »Hefir þetta reyndar
engi maðr verið« sagði hann, »þó at hafi sýnzt,
heldr hefir úvinr alls mannskyns, fjandinn sjálfr,
brugðit á sik ásjónu hins ódygga Oðins, þess er
heiðnir menn hafa langan tíma trúað á«.‘ Hjer er
Oðinn kominn í náið samband við djöfulinn. Siðar
I Olafssögu er sú sögn, að rauðskeggjaður maður
kom fram á hamar, þar sem konungur silgdi fram
hjá, og bað um far. Maður þessi var orðspakur og
fróður í fornum fræðum. I sögunni er sagt, að mað-
ur þessi hafi verið Þór, en annars sýnist hann miklu
iíkari Oðni. Olafur konungr kallar hann illan anda,
er vilji »hertaka menn til eilífra kvala«.* Þessi frá-
sögn minnir á sögnina um Oðinn í Sigurðarkviðu, er
hann kom fram á bergsnösina, og bað Sigurð urn
far, sbm.:
Hnikar hétu mik8 o. s. frv.
Frásögnin um það, er Oðinn kemur til Olafs helga, en
1) Fms. II, Ia8.—40.
2) Fms. II, 182—4.
3) Sigurðarkviða II, 18. Lík þessu er sögnin um, Þor-
geir stjakarhöfða (J. Þorkelsson: Digtn. paa Isl. bls. 140.).