Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 151
151
Ólafur slær hann með tíðabókinni,1 er mjög lík sögninni
umSæmund fróðaogkölska,þáer Sæmundurslæríhaus.
innákölskameð saltaranUm. Margarsagnirerutil þessu
líkar frá þeim timum, er baráttan var millum kristn-
innar og heiðindómsins. Óðinn birtist sem tröll og
illar vættir, er að mörgu líkjast kölska. Þetta hef-
un aptur áhrif á hugmyndir manna um kölska, svo
að hann líkist opt mjög tröllum, og lætur ginnast
sem þurs. í Niðurstigningar sögu er djöfullinn kall-
aður »þríhöfðaður*,2 og er hann að því líkur þrí-
höfðuðum þursum.
Á síðari tímum varð Óðinn alveg sama sem
djöfullinn i hugmyndum manna. Þar sem sagt er
frá þvi í rímum Hrólfs kraka, að Hrólfur konung-
ur þóttist sjá, að Hrani bóndi, er hann hafði gist
hjá, væri Óðinn, er svo að orði komizt.
Milding ríki mælti þá:
mun það Óðinn vera
kvalanna díki kominn frá,
karls í líki opt sjer brá.
í þulu einni, er segir frá, hve afar miklu tík ein
hafi stolið, er svo sagt:
»Tíkin sú var ekki ein,
því Óðinn vor var með henni«.
Það er Óðinn, sem hjálpar henni til að stela, en það
er með öðrum orðum djöfullinn.
Óðinn kunni seið og galdur, og því er hann
galdrafaðir Tcallaður, sbr.:
»Sá var blóðugr
um brjóst framan
1) Fms. V, 171.
2) Heilagra manna sögur II, 6. I Niðurstignigar sögu
er djöí'ullinn einnig kaliaður Miðgarðsormur.