Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 152
162
ok galdrs föður
gól um lengi1.
Hann kunni og til alskonar töfrabragða: »Allar þess-
ar íþróttir kendi hann með rúnum ok ljóðum, þeim
er galdrar heita; fyrir þvi eru Æsir kallaðir galdra-
smiðir«2. Allir fjölkyngismenn fengu kunnáttu sina
frá Oðni. En eptir að kristin trú hafði fest rætur
hjá Norðurlandabúum, breyttist þetta svo, að allir
slikir fjölkyngismenn fengu kunnáttu sina frá djöfl-
inum. Svo sem Freyja og valkyrjurnar, sem og
völur og seiðkonur, höfðu verið þjónustukonur Oðins
og fengið allan sinn mátt frá honum, svo urðu nú
fordæðurnar þjónustukonur djöfulsins ogfengu allan
mátt sinn og kunnáttu frá honum. Hann var leið-
togi þeirra og fræðari. Þær gengu i skóla hjá hon-
um, og hjeldu fundi með honum, til þess að fræðast
af honum, og gera grein fyrir störfum sínum í hans
þjónustu. Á þessum fundum tóku þær laun hjá
meistara sínum fyrir sjerhvert iltverk, erþær höfðu
unnið, en urðu að þola þungar skriptir fyrir öll góð
verk, og fyrir alla vanrækslu i framkvæmdum illra
verka. Fundir þessir voru haldnir á ýmsum stöð-
um, en einkum var þó nafnkunnur fundarstaður á
Blokksfjalli (Bloksbjærg), þ. e. Brocken á fjallgarð-
inum Harzen. Nafnkunnir, fundarstaðir voru og í
»Tromskirkjuc í Noregi og á Heklu. Svo sem það
er bersýnilegt, að djöfullinn er í þessum sögnum
eigi annað en Oðinn í breyttri mynd, svo eru og
fordæðurnar eigi annað en valkyrjur og völur í
hreyttri mynd. Þetta má sjá af mjög mörgu. Gæsa-
hamirnir, er fordæðurnar eru svo opt í, eru til orðn-
1) Baldrs draumar 7.
2) Yngl. s. 7. kap., Heimskr. 8. bls.