Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 153
1B3
ir úr svanahömum valkyrjanna1 og valsham Freyju.
Fordæðurnar ríða á skörungum og sópsköptum, og
eru það leifar af hugmyndum um »gandreiðina«, er
fjölkyngiskonur fóru hamförum, sbr. »vitti hon
ganda«2, og »spágandar«3, og:
»Galdr gólu
göudum riðu
Rögnir ok regin«4.
»Víða hefi ek göndum rent í nótt«5. Valkyrjur og
völur hafa þannig breytzt í ýmsar vættir, svo sem
mörur, og svanmeyjar í þýzku þjóðtrúnni (Die Schwan-
jungfrauen)6 7. Þeirri hugmynd bregður og fyrir um
tröllriður og fjölkyngiskonur, er fara hamförum, að
þær hafl orðið fyrir ósköpum, og því sje þeim þetta
eigi sjálfrátt. I Borgarþingslögum er svo sagt um
þá konu, sem ertröllriða: »Eigi veldr hon því sjálf,
at hon er tröll«T. Þess vegna er hún að eins gerð
hjeraðsræk, en eigi látin sæta þyngri hegningu. I
Eiðsifjaþingslögum er og að eins lögð þriggja marka
sekt við því að vera tröllriða8, en annars er lögð
mjög þung hegning við slíku i fornum lögum, og er
það talið KÚbótaverk »at vekja upp tröll« og »riða
manni eða búfje«. Um möru er sú trú eigi óalgeng,
að hún sje kona í álögum, svo sem vargúlfurinn er
1) Völundurkviða.
2) Völuspá 25.
3) Völuspá 23.
4) Hrafnagaldr ÓBius 10.
5) Fóstbr. s. 9G, sbr. og Fms. III, 176.
6) Hjá Löppum er einnig til hugmynd um svanmeyjar,
svo sem greinilega birtist í æflntýrinu um dóttur Bæive-kon-
ungsins (J. A. Friis: Lappiske Eventyr og Folkesagn, Cbria
1871, bls. 152).
7) Borg. I, 16. kap.
8) Eiðs. I, 46. kap., II, 35. kap.