Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 154
154
fcarlmaður í álögum, eptir því sem flestar sagnir
votta. Þó er sú hugmynd enn þá algengari um
möru, að hún sje fordæða, er fer hamförum sökum
fjölkyngi sinnar, svo sem Huld seiðkona, er hún
drap Vanlanda konung1, eða þá að hún sje illvætt-
ur. Hjer blasir við afar víðáttumikið svið í þjóð-
trúnni, þar sem er trúin um fordæðurnar, og sam-
bandið millum þeirra og valkyrjanna í forntrúnni,
og yrði oflangt mál að rekja nokkuð það efni hjer.
Að vísu er öll sú trú skyld trúarhugmyndunum um
Óðin, en eg hefi minst nokkuð á það efni í ritgerð
minni »Um þjóðtrú og þjóð3agnir«.
I trúnni um svarta skóla birtist kölski eigi síð-
ur sem galdrafaðir og fræðari i fjölkyngi. I þeim
skóla námu menn fjölkyngi og alls konar töfrabrögð,
en *rektor« skólans var kölski sjálfur. Sú trú var
lengi almenn á miðöldunum, að Svarti slcóli væri í
Paris, en sú var sök til þess, að háskólinn í Paris
var í meira áliti um langan tíma en nokkur annar
háskóli. Þangað sóttu lærðir menn úr öllum áttum,
og stunduðu þar nám; þar var Sæmundur fróði.
Því var venjulega trúað um þá menn, er sköruðu
fram úr að lærdómi, að þeir væru fjölkunnugir, og
hefðu sinn mikla fróðleik og lærdóm frá kölska.
Því myndaðist sú trú um fræga skóla, svo sem há-
skólann í París, að kölski kendi þar fjölkyngi og
galdra. Vísindaskólar Araba á Spáni urðu mjög
frægir, enda var sú trú almenn um þá menn,
er þar höfðu stundað nám, að þeir væru fjölkunn-
ugir og stæðu í sambandi við djöfulinn2. Eptir siða-
1) Yngl. s. 16. kap.
2) Þaö sýna t. d. sagnirnar um Gerbert (o: Sylvester
páía II.).