Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 155
155
'faótina var svartiskóli eigi lengur i Paris, heldur i
Wittenbergi. Á dögum Lúthers var hinn nýi há-
skóli í Wittenbergi í mjög miklu áliti; menn sóttu
fþangað úr öllum áttum til þess að heyra kenningu
Lúthers og fræðast um hinn nýja lærdóm. Þangað
fóru margir menn af Norðurlöndum; þar var Hans
Tavsen frá Danmörk, Olaus Petri frá Svíþjóð, Gizur
Einarsson hjeðan frá Islandi, að því er sagt er, og
íjöldi annara lærðra manna. Það hjelzt og lengi
við, að menn færu til Wittenbergs til að stunda
þar nám. Eti sú trú varð almenn, að þeir væru
fjölkunnugir, er þar hefðu verið, því að þeir hefðu
gengið í svartasJcóla. Það varð orðtæki í Danmörk,
ef talað var um mjög fjölkunnugan mann, að hann
væri svo vel að sjer í »svörtu frœðinni« sem prest-
ur, er hefði lært í Wittenbergi. Margar sagnir eru
um svarta skóla í Wittenbergi, og ýmsa menn, er
þar höfðu »stúderað«. Margar þeirra sagna eru mjög
likar sögnunum um Sæmund fróða1.
Þá voru og tii ýmsar töfrabækur, er nema mátti
af fjölkyngi, og verða nálega jafnlærður sem svarta-
skólakandidat. Siikar fræðibækur voru Rauðskinna
og Grdskinna. I Noregi eru miklar sagnir um »svart-
boka« eða »svartekunstboki« og 6. Mósesbók2. Þá
1) Slíkar sagnir eru t. d. í L. Daae: Norske Bygdesagn
II, 57 og E. Nielsen: Sögnir fraa Hallingdal. Chria 1868 bls.
67. Sú sögn er til um hið nafnkunna skáld Pjetur Dass, að
bann hafi verið í svarta skóla í Wittenbergi, en aldrei kom
hann þó þangað. Um Pjetur Dass ganga miklar sagnir, líkt
og um sjera Eirík í Vogsósum eða Sæmund fróða. Einu sinni
var kölski vinnumaður hjá Pj. Dass, líkt og þá er hann var
fjósamaður hjá Sæmundi fróöa (L. Daae: Norske Bygdesagn
■2. saml. 120. bls.).
2) Sjá t, d. O. Nicolaissen: Fra Nordlands Fortid 2. Saml.
-42. bls., og L. Daae: Norske Bygdesagn II, 47.