Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 157
157
eg dvaldi úti um dökkva nátt
með djöfulsins rúnastrengi.
Þar er og þetta:
Með galdravjelum galarinn slær,
og gjarnan vill oss fanga1.
Oðinn var skáldguð. Skáldin fengu íþrótt sína
frá Oðni, og alla þá fræði, er til þess þarf að yrkja
rjett og ve). Til skamms tima hafa skáldin jafnan
ákallað Oðin, og beðið hann að veita sjer af skálda-
miðinum. Það þótti lengi sjálfsagt einkenni á fögr-
nm skáldskap, að hann væri prýddur eddukenning-
um, en allur sá fróðleikur var kominn frá Óðni2. í
þessari grein hefur kölski einnig að nokkru leyti
tekið við af Óðni. Kölski fæst við skáldskap og
þreytir þá list við ýms skáld. Ákvæðaskáldin fá og
venjulegu sinn máts trá kölska, og ákalla hann sjer
til aðstoðar. Óðinn »kunni þau ljóð, er upp laukst
fyrir honum jörðin, ok björg ok steinar, ok haugarn-
ir, ok batt hann með orðum einum, þá er fyrir
1) Vísnabók, Hólum 1612, bls. 213.
2) Nokkuð snemma fer að bóla á þvi, að skáldunum þyk-
ir eigi sæma að hafa eddukenningar í andlegum skáldskap,
þótt þeir kannist við, að mikil prýði sje að þeim. t>að þarf
eigi annað en minna á orð bróður Árna í Guðmundar drápu:
Yíirmeistorum mun Eddu listar
allstirður sjá hróður virðast
þeim er vilja svá grafa ok geyma
grein klókasta fræðibóka;
lofi heilagra lízt mér hæfa
ljós ritninga sætra vitni, o. s. frv.
Sama sýna og þessi orö í Lilju:
Varðar mest til allra orða,
undirstaðan rjett sje fundin,
eigi glögg þótt Eddu regla
undan kunni að víkja stundum.