Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 158
158
bjoggu, ok gekk inn ok tók þarslíkt er hann vildi*1..
Frá þessari trú um Oðin er hugmyndin um dkvœða-
skáldskapinn eða kraptaská 1 dskapinn komin. Þess
má sjá mörg merki i fornum sögum, að skáldskap-
urinn hafði mikinn krapt; það þarf eigi annað en
minna á Buslubæn eða Syrpuvers, eða níð, svo sem
jarlsníð Þorleifs. Sá máttur er fylgir ýmsum slög-
um, svo sem Faldafeyki, Rammaslag o. fl., er og
af líkum toga spunninn, þótt mátturinn felist þar að-
nokkru leyti í söngnum. í ákvæðaskáldskap síðari
tíma sýnist stundum svo, sem þessi undrakraptur
fylgi beinlínis orðum skáldsins, en hitt er þó lang-
tíðast, að skáldið fær mátt sinn frá kölska, og heitir
á hann sjer til aðstoðar. Nokkur ákvæðaskáld fá
mátt sinn frá guði, fá heilagan undrakrapt sjer til
aðstoðar, svo sem Hallgrimur Pjetursson. Þó er það
sjaldgæfara. Ákvæðaskáldin eru optast fjölkunnug,
svo sem Eirikur í Vogshúsum, sjera Magnús á Hörgs-
landi, Þormóður í Gvendareyjum, sjera Snorri á
Húsafelli o. fl. Það var trú um flesta menn, er
voru skáld og fræðimenn, að þeir væru fjölkunnug-
ir, og fengju kunnáttu sína og mátt frá kölska, en
eigi þurftu þeir að vera í hans þjónustu fyrir það ;—
þeir voru opt miklir guðs menn eigi að síður.
Svo sem Oðinn var galdrafaðir og skáldskap-
arguð, svo var hann og vísindaguð. Hann fór
langar ferðir til að þreyta orðspeki og fróðleik við
þá er hann vissi vitra og fjölfróða. Það sýnist hafa
verið trú manna í fornöld, að þeira væri bani búinn,
er yrði undir í slíkri deilu. Því sagði Vafþrúðnir,
er hann mátti eigi svara hinni síðustu spurningu
Oðins:
1) Vngl. 7. kap., Heimskr. 9. bls.