Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 159
159
Feigum munni mælta ek
mína forna stafi
ok um ragna rök.
Nú ek við Oðin deildak
mína orðspeki,
þú ert æ vísastr vera!1
Það sýnist einnig svo, sem sá haíi orðið að þreyta
fróðleik sinn við einhvern, er bjó yfir miklum vís-
dómi, því að annars yrði fróðleikur hans honum að
bana. A þetta bendir sögnin um Kvási. »Hann,
fór víða um heim at kenna mönnum fræði«, en
dvergarnir sögðu Asum »at hann hefði kafnat í
mannviti, fyrir því at engi var þá svá fróðr, at
spyrja kynni hann fróðleiks.«2 3
Svo sem Oðinn þreytti fróðleik sinn við þá er
fróðir voru og spakir, svo þreytir og kölski við
skáld og fræðimenn. Það er eigi gaman að bera
lægra hlut í þessum leilc við kölska, því að þar
með er sálin töpuð. En ef kölski verður undir er
hann skuldbundinn til allrar þjónustu við þann sem,
sigrar hann«s.
1) Vaíþrúðnismál 55.
2) Sn. Eifda Kh. 1875 bls. 73. Lík hugmynd birtist í
grísku sögninni um óvættina Sfinx, er hafðist við á klettin-
um hjá Þebu. Hún lagði gátu fyrir menn þá er um veginn
fóru, og drap þá, er eigi fengu ráðið gátuna, á þann hátt, að
hún hratt þeim fram af klettinum. En er Oidipus rjeð gátu
hennar, þá steyptist hún sjálf fram af klettinum, því að það
var henni áskapað, að það skyldi verða hennar bani, ef ein-
hver fengi ráðið gátu hennar.
3) Kölski kunni latínu svo sem annan fróðleik, og 'eng-
inn þurfti að hugsa til að særa hann burt, með latneskum
særingaformálum, hversu ramir sem þeir voru, ef honum
varð á einhver málvilla. TJm þetta eru til margar sagnir,,.