Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 160
100
Óðinn var orustu guð, og var heitið á hann til
sigurs. Óðinn kýs feigð á menn og ræður hverjir
falla í orustum. Hann vill að sera flestir falli fyrir
vopnum, því að aldrei þykir honum of margt i Val-
höll. Hann veit að lið sitt muni eigi verða ofmikið
»þá er úlfurinn kemur«. Bezt þóttu Óðni mannblót.
Stundum fórnuðu menn honum börnum sinum,* 1 eða
gáfust honum sjálflr til sigurs sjer, svo sem Eirikur
Svíakonungur fyrir orustuna á Fýrisvöllum. Kölski
er einnig í þessu líkur Óðni. Hann veitir sigur í
ýmsum hlutum, svo sem í málum, glímum, tafli og
ýmsum iþróttum. Sú trú hefur og verið til, að
hann veiti sigur í orustum. Það sýnist svo sem
sumir hafi trúað þvi, að Sverrir konungur hefði gert
samning (»JcontraJct«) við djöfulinn, og verið þess
vegna svo sigursæll. Svo sagði Sverrir sjálfur i
ræðu þeirri er hann flutti f Björgvin skömmu eptir
fall Magnúsar konungs Erlingssonar: »Þetta mæla
sumir: sigrsæll er Sverrir, vitr er Sverrir; þá er
svarat: hvat er þat kynligt; mikit hefir hann tilunn-
it, gefizt fjandanum«.2
Svo sem Oðinn þiggur mannblót, og vill fá sem
flesta til Valhallar, svo vill kölski klófesta sem
flestar sálir. Að þessu miðar nálega öll starfsemi
en hjer raá nægja að minna á söguna um prestinn, er sagði:
»Abi male spirite*. Þá svaraði kölski, og sat kyr: »Pessime
grammatice«. En er prestur sagði: >Abi male spiritus« þá
sá kölski að sjer var eigi til setu boðið, og sagði um leið og
hann íór: »Sic debuisti dicere prius«. (ísl. Þjóðs. II, 23).
1) Sjá t. d. Herv. s. og Heiðreks 7. kap., og frásögnina
um Aun konung, er blótaði 9 sonum sínum (Yngl. s. 29.
kap.).
2) Fornmanna sögur, VIII, 242.