Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 165
165
Víndrykkja var í mikilli vegsemd hjá Norður-
landabúum í heiðnum sið, og það þótti góð íþrótt að
vera mikill drykkjumaður. Þetta sjezt af frásöen-
inni um Þór, er hann þreytti drykkjuna í höll Út-
garða-Loka, og um Örvar-Odd, er hann þreyttí
drykkjuna við þá Sigurð og Sjólf.1 Það var og ein
af iþróttum Egils Skallagrimssonar, að hann var
drykkjumaður miklu meiri en aðrir menn.2 3 Það
þótti karlmenska að drekka hraustlega, og eigi þótti
sæma að skorast undan að drekka, það er fram var
borið. Sjálfur var Oðinn vinguð, og lifði við vín
eitt, þvi að vin er honum bæði drykkur og matur,
en alla þá vist, er á hans borði stendur, gefur hann
úifum sínum, Gera og Freka, Smb.:
Gera ok Freka
seðr gunntamiðr
hróðigr Herjaföðr;
enn við vín eitt
vápngöfigr
Oðinn æ lifir.*
Því að eins hefur þessi trú myndast um Oðin, hinn
æðsta guð, að hans dýrð og vegsemd hefur þótt að
meiri við það, að hann lifði við svo dýrðlegan kost.
Oðinn átti alla þá menn er í orustum fjellu.
Hann heitir »Fnf/oúr«, því að hans óskasynir eru
allir, þeir er í val falla; þeim skipar hann Valhöll
og Vingólf, og heita þeir þá Einherjar. Seinna fer
sú trú einnig að verða almenn, að allir góðir menn
fari til Valhallar, og mun sú trú hafa til orðið af
1) Örvar-Odds saga 27. kap.
2) Egils saga 74. kap.
3) Grímnismál 19.