Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 166
166
áhrifum kristindómsins. í Valhöll er gott að vera,
því að þar lifa Einherjar við flesk og víndrykkju.
Um vindrykkjuna í Valhöll er svo sagtí Gylfaginn-
ingu: »Þá mælti Gangleri: hvat hafa Einherjar at
drykk, þat er þeim endist jafngnógliga sem vistin?
eða er þar vatn drukkið? Þá svarar Hár: undar-
liga spyrr þú nú, at Allföðr mun bjóða til sin kon-
ungum eða jörlum eða öðrum ríkismönuum, ok
muni gefa þeim vatn at drekka; ok þat veit trúa
mín, at margr kemr sá til Valhallar, er dýrt mundi
þykkjast kaupa vatnsdrykkinn, ef eigi væri betra
fagnaðar þangat at vitja, sá er áðr þolir sár ok
sviða til banans. Annat kann ek þér þaðan segja.
Geit sú er Heiðrún heitir, stendr uppi á Valhöll, ok
bítr barr af limum trjes þess, er mjök er nafnfrægt,
er Leraðr heitir, enn or spenum hennar rennr
mjöðr sá er hon fyllir skapker hvern dag; þat er
svá mikit, at allir Einherjar verða fulldrukknir af.®1
Slíka vist höfðu Einherjar með Óðni.
ErfisdryTckjurnar eiga að nokkru leyti rót sína
að rekja til þessarar trúar um Óðin og vistina í Val-
höll, en að öðru leyti eru þær af öðrum uppruna.
Það hefur frá aldaöðli verið rótgróin trú með
flestum eða öllum Indoevrópu-þjóðum, að líf sálarinnar
eptir dauðann væri bundið við líkamsleifarnar, svo
að sálin hefðist við í gröflnni eða haugnum, þar sem
líkamsleifarnar væru. Sálin gat eigi fundið hvild
og ró fyr en regluleg greptrun eða hauglagning
hafði farið fram2. Þó þurfti enn meira til, að sálinni
1) Sn. Edda Kh. 1875, bls. 48.
2) Vjer sjáum þess mörg dæmi í norrænu trúnni, að lífið
eptir dauðann, er bundið við gröfina eða hauginn. Það sýna
t. d. sagnirnar um Angantý og bræður hans, um Hróll