Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 168
168
ingu i heiðnum sið. Þær hafa verið tákn þess fagn-
aðar, er hinn dauði maður naut með Oðni; þær hafa
verið tákn og minni hins mikla veizlufagnaðar i Val-
höll. Liks eðlis voru veizlur þær, er haldnar voru
með kristnum mönnum á árstíðum dauðra manna,
einkum helgra manna, frá því mjög snemma á öld-
um kristninnar; þær áttu að tákna fögnuðinn og sæl-
una í guðs riki. Dauðadagar helgra manna urðu
svo að föstum hátíðisdögum, og voru kallaðir fæð-
ingardagar (dies nativitatis), fyrir því að á þeim
degi leystist dýrðlingurinn frá valdi dauðans og synd-
arinnar, og fæddist til hins nýja lifs í guðs riki.
Þessi siður átti upphaflega rót sína að rekja til
hinna heiðnu dánarforna (feralia eða parentalia).
Það sýnist svo sem engar veizlur hafi verið
fjölmennari á Norðurlöndum, og haldnar með meiri
rausn, en erfisdrykkjurnar. Það hefur að likindum
verið trú manna, þótt þess sjáist ekki greinileg
merki, að dauðum roanni væri fagnað með þvi meiri
rausn og vegsemd 1 Valhöll, sem erfi hans væri
drukkið með meiri rausn og skörungsskap1. Oðinn
1) Þetta er í fallri samkvœtnni við hina fornu trú og
greptrunarsiði Indoevrópuþjóðanna. Það var trú þeirra, að
alt sem gert væri dauðum mönnum til sæmdar, hefði þau
áhrif, að lif þeirra yrði því betra og veglegra eptir dauðann.
Kjör manna og tign eptir dauðann fór mjög eptir því, hvern-
ig kjörum þeirra og tign var varið i lífinu, en einkum fór það
eptir því, hversu sæmilega útför þeir fengu. Menn höíðu og
gagn af öllu eptir dauðann, er lagt var í gröfina með þeim.
Þess vegna ljetu menn alls konar áhöld í grafirnar, og færðu
þangað fórnir i mat og drykk. Það vitum vjer einnig, að
það var trú manna á Norðurlöndum í heiðnum sið, að menn
hefðu gagn af því eptir dauðann, er lagt væri i haug með
þeim. Þess vegna voru sjóvíkingar hauglagðir í skipum;
hestar með öllum týgjum, þrælar, alls konar áhöld, gull og